Fréttir

sunnudagur, 7. júní 2015 - 22:30

Föstudagurinn 4. júní rann upp fagur og bjartur.  Sól og hægur andvari af norðan.  Mikil breyting eftir langvarandi stífa norð-austan átt með allnokkrum kulda.
Nú var gott að fara í dúnleitir upp í Skeley, Stikkiseyjar, Sultarhólma og Sandey. Eftir komu Baldurs var bátur Magnúsar, Bliki gerður klár, gúmmíbáturinn Loftmalakof bundinn aftan í og allþung keðja bundin í bandi við gúmmíbátinn svo hann yrði stöðugri í drætti.  Um borð kom hópur vaskra leitunarmanna er samanstóð af Magnúsi í Krákuvör, Gunnari í Eyjólfshúsi, Þórdísi, Hjalta, Sædísi og Einari Óla í Krákuvör.

Laugardagur, 16. maí 2015 - 19:45

Karl Gunnarsson í Vertshúsi skrifar úr Flatey. Það er fátt skemmtilegra en að fara með kíki, í góðu veðri leggjast í grasið og skoða fugla. Fuglar eru áberandi í náttúrunni, tiltölulega stórir og eru stöðugt á hreyfingu. Þó að margar aðrar lífverur séu jafnáhugaverðar bæði hvað varðar atferli og lifnaðarhætti þá draga fuglar samt alltaf athyglina að sér. Það eru e.t.v. bara menn sem draga að sér meiri athygli. Það þykir hins vegar ekki viðeigandi að sitja með kíki og stúdera atferli nágrannanna.

Karl Gunnarsson
mánudagur, 11. maí 2015 - 19:00

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Eimskip keypt rekstur Sæferða en félagið rekur ferjuna Baldur og útsýnisbátinn Særúnu. Við þessa breytingu fara þau hjónin Pétur Ágústsson og Svanborg Siggeirsdóttir út úr rekstrinum og skila góðu búi til nýrra eiganda. Heimasíða Framfarafélagsins veit að talað er fyrir hönd allra Flateyinga þegar þeim hjónum er þakkað fyrir góða þjónustu og velvild í garð heimamanna og sumarhúsaeiganda.

Gamli Baldur

Pages