Fréttir

Laugardagur, 16. maí 2015 - 19:45

Karl Gunnarsson í Vertshúsi skrifar úr Flatey. Það er fátt skemmtilegra en að fara með kíki, í góðu veðri leggjast í grasið og skoða fugla. Fuglar eru áberandi í náttúrunni, tiltölulega stórir og eru stöðugt á hreyfingu. Þó að margar aðrar lífverur séu jafnáhugaverðar bæði hvað varðar atferli og lifnaðarhætti þá draga fuglar samt alltaf athyglina að sér. Það eru e.t.v. bara menn sem draga að sér meiri athygli. Það þykir hins vegar ekki viðeigandi að sitja með kíki og stúdera atferli nágrannanna.

Karl Gunnarsson
mánudagur, 11. maí 2015 - 19:00

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Eimskip keypt rekstur Sæferða en félagið rekur ferjuna Baldur og útsýnisbátinn Særúnu. Við þessa breytingu fara þau hjónin Pétur Ágústsson og Svanborg Siggeirsdóttir út úr rekstrinum og skila góðu búi til nýrra eiganda. Heimasíða Framfarafélagsins veit að talað er fyrir hönd allra Flateyinga þegar þeim hjónum er þakkað fyrir góða þjónustu og velvild í garð heimamanna og sumarhúsaeiganda.

Gamli Baldur
Þriðjudagur, 28. apríl 2015 - 15:00

Töluverður fjöldi fólks var í Flatey um síðustu helgi, margir notuðu tækifærið og lengdu dvöl sína með því að fara á sumardaginn fyrsta. Kári hafði greinalega ekki fylgst með dagatalinu, það var snjódrífa þegar ferðalangar mættu á bryggjuna í Flatey. Hvasst var alla helgina og frost, einhverjir lentu í vandræðum með að halda hita á húsum og vatnsinntök frusu.

Snjóaði á sumardaginn fyrsta

Pages