Jarðfræði

Flatey er stærst Vestureyja. Eyjan er flatlend eins og nafnið gefur til kynna, en hæðarhryggur gengur efir henni endilangri og er Lundaberg hæsti hluti hennar, aðeins 16 m yfir sjávarmáli. Eyjan er um 2 km. að lengd og 400 metrar þar sem hún er breiðust en 20 metra þar sem hún er mjóst. Flatey myndaðist í eldgosi fyrir 11-12 milljónum ára. Flatey tilheyra um 40 eyjar og hólmar.

Gróður

Mikill gróður er í Flatey og þar hafa fundist tæplega 150 tegundir af blómaplöntum (gróður er viðkvæmur, gangið því aðeins á merktum göngustígum).

(Sjá nánar undir flipanum um gróður)

Fuglar

Fuglalíf í Breiðafirðinum er mjög fjölbreytt og Flatey er engin undantekning frá því. Helsta ástæða fjölbreytninnar er næg fæða og miklar fjörur. Helmingur allra varpfugla á Íslandi verpir reglulega í Breiðafjarðareyjum eða um 35 tegundir.

(Sjá nánar undir flipanum um fugla)