Fréttir

Aðalfundir og vetrarhátíð

Aðalfundir Flateyjarveitna og Framfarafélags Flateyjar verða haldnir laugardaginn 13. mars n.k. Að þessu sinni verða fundirnir rafrænir. Fundur Flateyjarveitna hefst kl. 13 og fundur Framfarafélags Flateyjar kl. 14. Fundarboð og dagskrá verða send út síðar.

Stjórn Framfarafélagsins hefur ákveðið að halda ekki vetrarhátíð í mars. Vonandi gefst tækifæri til að hittast og eiga góða stund saman í haust.