Fréttir

Framkvæmdir í Flatey

IMG_2294

Það stendur mikið til í Flatey um helgina. Á fimmtudag verður byrjað að grafa fyrir sökklum slökkvistöðvarinnar og í framhaldinu verður slegið upp mótum og þeir steyptir. Einnig verður möl borin í vegi og stíga, með sérstakri áherslu á stíginn út á Lundaberg. Öll aðstoð er vel þegin og við hvetjum þau sem eru úti í eyju og eiga lausa stund að leggja hönd á plóg.