Fréttir

Ályktun frá stjórn Framfarafélags Flateyjar

Baldur

Ályktun frá stjórn Framfarafélags Flateyjar um Breiðafjarðarferjuna Baldur.

 

Stjórn Framfarafélags Flateyjar lýsir yfir áhyggjum af öryggi ferjusiglinga yfir Breiðafjörð. Flóabáturinn Baldur er án varavélar og bilun hans í sumar sýnir svo ekki er um villst þörfina fyrir nýja og betur búna ferju. Ábúendur og sumarhúsaeigendur í Flatey treysta á Baldur til samgangna auk þess sem hann sér eynni fyrir neysluvatni. Stjórn Framfarafélags Flateyjar telur mikilvægt að endurnýja ferjuna sem fyrst.