Tvær grastegundir vaxa í fjörunni í Flatey.

Sjávarfitjungur er áberandi efst í fjörunni. Hann vex í þéttum breiðum á moldarsverði og er oftast vel aðgreindur frá móagróðrinum ofan við fjöruna.

Marhálmur finnst víða í fjörunni í Flatey en hvergi er mikið af honum. Hann vex þar sem leir eða fínn sandur hefur safnast fyrir á skjólsælum stöðum, neðst í fjörunni eða í fjörupollum ofar.