Sjávarföll myndast af aðdráttarafli tungls og sólar og snúningi jarðar. Sjór fellur að, þar til að það er flóð og fellur aftur út, þar til það er fjara. Það er flóð tvisvar á sólahring og fjara tvisvar. Þegar jörð, sól og tungl eru í beinni línu, er stórstreymt og þá er hæðarmunur flóðs og fjöru mestur. Þegar það er smástreymt er munurinn mun minni. Stórstraumsfjara er í Flatey um kl 14 og flóð um 6 tímum fyrr eða seinna. Á hverjum degi seinkar fjörunni um nálægt 50 mínútum. Um smástraum, sem er um 7 dögum eftir stórstraum, er háfjara um kl 8 að morgni og um 20 að kveldi.