Fréttir

Vetrarhátíð Framfarafélagsins 2023

Gott fólk!
Loksins er komið að því aftur, Vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar verður haldin laugardaginn 11. mars 2023.
Húrra!
Hátíðin verður haldin í glæsilegum sal í íþróttahúsinu Safamýri 26, sem áður var Fram- en er núna Víkingsheimili. Gott aðgengi er að salnum, lyfta og góð bílastæði. Húsið opnar klukkan 19:00 með fordrykk og borðhald hefst klukkan 20.00. Miðasala hefst strax í dag og nóg af miðum í boði – við getum fjölmennt!!
Við hvetjum eigendur húsa til að smala saman „sínu“ fólki og eiga saman notalega kvöldstund með félögum úr eyjunni fögru. Einnig þætti okkur fengur að því að þið áframsenduð upplýsingar um Vetrarhátíðina á félaga ykkar tengda Flatey svo tryggt sé að allir fái upplýsingar um gleðskapinn og við hvetjum alla til að mæta. Vegna undirbúnings er mikilvægt að fólk tilkynni þátttöku á póstfangið stinaogfii@gmail.com fyrir 7. mars og staðfesti með greiðslu. Miðaverð 8.000-, krónur. Til að tryggja sér miða er fólk beðið að leggja inn á reikning Framfarafélagsins: 0309-26-001222, kt: 701190-1229 og senda staðfestingu á netfangið stinaogfii@gmail.com. Fínt að taka fram hvaða húsi /hópi þið tilheyrið svo nægilega mörg borð verði merkt ykkur !! Við hvetjum þig til að tryggja hópnum ykkar gott borð í tíma svo nú er bara að bretta upp ermar og panta sér miða!
Matseðillinn verður ekki af verri endanum en hann er í vinnslu ! Ef þú eða þið eruð vegan biðjum við þig vinsamlegast um að senda póst um það á sama netfang svo tryggt sé að það verði nægur veislumatur fyrir ykkur líka. Skemmtiatriði verða fjölbreytt þetta kvöld, rosalega skemmtilegt fólk á staðnum og síðan er dansað fram á nótt. Höfum það gaman saman!
Stjórn FFF og fulltrúar Sunnuhvols og Sólbakka
( Gyða s: 8624639, Friðrik s: 8935001, Kristín s: 8622930)