Fréttir

Fimmtudagur, 29. október 2015 - 20:30

Vegna umræðu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um flutning stjórnsýslu Flateyjar frá Reykhólum til Stykkishólms vill stjórn FFF koma því á framfæri að málið hefur verið rætt innan hennar. Stjórnin hefur fullan skilning á óskum íbúa Flateyjar og telur að hagsmunir félagsmanna og íbúa geti vel farið saman en félagið mun ekki beita sér í málinu að svo stöddu. Stjórnin vill koma því á framfæri að sumarhúsaeigendur í Flatey eru ekki lögformlegir aðilar að málinu.

Vetrarríki í Flatey
Laugardagur, 19. september 2015 - 12:00

Þegar fækka tekur smábátum í Grýluvogi og stærri bátar eru
horfnir af viðlegubólum sínum í Hafnarey, þá er haustið komið
í Flatey.  Þetta er viðburður sem er eins ársviss og þegar krían hverfur með stálpaða unga sína og ritan er horfin úr bjarginu í Höfninni.

Laugardaginn 29. ágúst kl 14:15 leysti Blíðfari landfestar og setti stefnuna á Oddbjarnarsker.  Það voru þeir Guðmundur á Myllustöðum og Gunnar í Eyjólfshúsi sem ætluðu að sigla þessu stolta fleyi alla leið til Keflavíkur þar sem þessi ágæti bátur hefur átt sína vetrarhöfn á umliðnum árum.

mánudagur, 7. september 2015 - 22:00

Umhverfisstofnun hefur nú hafið vinnu við gerð verndar-
og stjórnunaráætlunar fyrir friðlandið í Flatey í Breiðafirði. Skipuð hefur verið samstarfsnefnd við gerð áætlunarinnar og í henni sitja Hákon Ásgeirsson sérfræðingur Umhverfisstofnunar, Áslaug Berta Guttormsdóttir Reykhólahrepp, Kristín Ingimarsdóttir Framfarafélag Flateyjar, Hafsteinn Guðmundsson og Svanhildur Jónsdóttir ábúendur í Flatey. Verndar- og stjórnunaráætluninni er ætlað að fjalla um markmið verndunar svæðisins og hvernig standa skuli að viðhaldi verndargildi þess.

Pages