Fréttir

Fimmtudagur, 16. mars 2017 - 23:15
Reykhólahreppur auglýsir til úthlutunar tvær lóðir í Flatey. Um er að ræða tvær lóðir sem báðar eru á skilgreindu athafnarsvæði við ferjuhöfn Flateyjar skv. gildandi aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 en um lóðirnar gildir deiliskipulag fyrir byggingu á geymslu- og starfsmannahúsum á athafnasvæði við Tröllenda í Flatey, en deiliskipulagið var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 24. nóvember 2016.
 
Umræddar lóðir eru eftirfarandi:
Fimmtudagur, 16. mars 2017 - 22:45

Vestmanaeyjaferjan Herjólfur fer í reglubundna slipptöku í maí og mun Breiðafjarðaferjan Baldur sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á meðan slipptökunni stendur.

Baldur mun sigla skv. áætlun á Breiðafirði til 30. apríl og hefja siglingar frá Vestmannaeyjum 2. maí. Stefnt er að því að ferjan verði svo komin aftur á áætlun á Breiðafirði sunnudaginn 21. maí.

Farþegabáturinn Særún mun þjónusta farþega á leið í og úr Flatey þann tíma sem Baldur verður fjarri vegna þessa verkefnis, segir í tilkynningu frá Herjólfi.

Þriðjudagur, 28. febrúar 2017 - 20:30
Hin árlega Vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar verður haldin laugardaginn 11. mars nk. í glæsilegum sal að Smiðjuvegi 1, Kópavogi. Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst kl. 20:00.
 

Pages