Framfarafélag Flateyjar Framfarafélag Flateyjar
  • Heim
  • Náttúra
    • Fuglar
      • Skansmýri
    • Gróður
      • Skansmýri
    • Örnefni
    • Fjaran
      • Fjara skilgreind
      • Flóð og fjara
      • Grös í fjörunni
      • Nýbúar í fjörunni
      • Þang, þari, þörungar
  • Saga
    • Húsin í Flatey
    • Flateyjarkirkja
  • Félagsstarf
    • Framfarafélag Flateyjar
      • Fundargerðir stjórnar
      • Fundargerðir aðalfundar
      • Eyjaþing 2010
    • Vistvæn Flatey
      • Áhugavert efni
    • Flateyjarveitur
  • Fréttir
  • Fróðleikur
    • Skyndihjálp
      • Endurlífgun – hjartastuðtæki
      • Endurlífgun – börn
    • Brunavarnir
    • Umhverfis- og skipulagsmál
    • Gönguleiðir
  • Myndaalbúm
    • Gamlar myndir úr Hvallátrum
    • Myndir Jóns Erlendssonar – teknar um 1962
    • Gulla Yngva – Eyjamyndir 1967-74
    • Ólafur Steinþórsson – myndir úr Bjarneyjum
    • Ólafur Steinþórsson – Myndir úr Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, fyrri hluti
    • Ólafur Steinþórsson – Myndir úr Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, seinni hluti
  • Myndbönd
Menu
Framfarafélag Flateyjar Framfarafélag Flateyjar
Stækka mynd

Grænigarður

Eigandi:
Helgi Haraldsson og Halla Dís Hallfreðsdóttir

Um húsið:
Byggt 1950 af Ólafi Ólafssyni frá Hallsteinsnesi í Gufudalshreppi og hét því í fyrstu Ólahús. Grænigarður var fyrsta íbúðarhúsið sem byggt var innan skipulags byggðar er rísa skyldi samkvæmt stórhuga ráðum um atvinnuuppbyggingu um miðbik síðustu aldar. Húsið var um tíma í eigu Flateyjarhrepps og helstu íbúar voru Gestur Jónsson og fjölskylda, Nikulás Jensson og fjölskylda, Pétur Gissurason og fjölskylda sem þá var skipstjóri á Konráði, Hrönn Hafsteinsdóttir og um tíma átti Tryggvi Gunnarsson húsið.

SKU: 0e88bb2c61e4 Flokkur: Húsin
Deila með
Facebook Twitter Pinterest

Önnur hús

Loka

Samkomuhúsið (Nýjapakkahús, Loftskeytastöðin)

Eigandi: Minjavernd Um húsið: Samkomuhúsið (til hægri á mynd) sem upphaflega var nefnt Nýjapakkhús var byggt um eða laust fyrir 1890. Það var reist á steinhlöðnum sökkli og var upphaflega tvílyft. Það var byggt sem pakkhús og nýtt fyrir verslunarrekstur í Flatey fram til 1918 þegar Landsíminn hóf þar rekstur loftskeytastöðvar. Ungmennafélag Flateyjar eignaðist húsið 1931 og var þá milligólfið tekið úr húsinu og gerðar á því fleiri breytingar. Það var þá jafnframt nýtt fyrir leikfimikennslu barnaskólans í Flatey. Flateyjarhreppur eignaðist síðan húsið. Minjavernd tók húsið yfir til endurbyggingar 1987 og eignar 2007. Endurbygging hússins var lokið 2006 og þá hóf Hótel Flatey rekstur í því. Þar er nú matsalur hótelsins en salurinn er jafnframt nýttur fyrir fjölbreytta menningarstarfsemi, tónlist, upplestur og dansleiki sem Hótel Flatey stendur fyrir.
Loka

Eyjólfshús (Oddahús, Tangahús, Pálshús)

Eigandi: Steinn Ágúst, Hanna María og Katrín Baldvinsbörn ásamt Kristínu Ágústsdóttir. Um húsið: Byggt 1882 af Bárar-Ólafi Guðmundssyni og tengdasyni hans Eyjólfi Jóhannssyni kaupmanni sem íbúðar- og verslunarhús. Ólafur var löngum kenndur við bæinn Bár í Helgafellssveit en í Flatey bjó hann fyrst í Fjósakoti en síðar í Innstabæ en síðast í Eyjólfshúsi. Hann var annálaður hákarlasjómaður og oft kallaður “tröllið með barns-andlitið”. Bátur hans Gustur var þekkt aflafley. Tengdasonur Ólafs, Eyjólfur var kaupmaður og bóndi í Flatey en fæddur í Svefneyjum en hann var faðir Jónínu Eyjólfsdóttir sem var kona Guðmundar Bergsteinssonar í Ásgarði. Neðan við Eyjólfshús er Eyjólfsbryggja, áður aðal uppskipunarbryggja Flateyinga. Byggt 1882 af Bárar-Ólafi Guðmundssyni og tengdasyni hans Eyjólfi Einar Jóhannssyni kaupmanni. Ólafur var löngum kenndur við bæinn Bár í Helgafellssveit en í Flatey bjó hann fyrst í Fjósakoti en síðar í Innstabæ en síðast í Eyjólfshúsi. Hann var annálaður hákarlasjómaður og var oft kallaður ”tröllið með barnsandlitið”. Bátur hans Gustur var þekkt aflafley. Tengdasonur Ólafs, Eyjólfur var kaupmaður og bóndi í Flatey en fæddur í Svefneyjum en hann var faðir Jónínu Eyjólfsdóttir sem var kona Guðmundar Bergsteinssonar í Ásgarði. Eyjólfshús hefur gengið undir ýmsum nöfnum í gegnum tíðina s.s. Oddahús, Tangahús og Pálshús. Í fyrstu búa í Eyjólfshúsi fjölskyldur Bárar-Ólafs og dóttir hans Sigurborg ásamt tengdasyni hans Eyjólfur Einar Jóhannsson. 1903 Eignast Verslunarfélagið húsið og bjó Páll Andrés Sigurður Nikulásson (1864-1932) verslunarmaður og kona hans Björg Pétursdóttir (1875-1962) ljósmóðir í húsinu er þá nefnist Pálshús. 1914 kaupir Steinn Ágúst Jónsson (1879-1969) húsið ásamt konu sinni Katrínu Þórðardóttir (1886-1966) og bjuggju þau í Eyjólfshúsi í meira en fimmtíu ár. Steinn Ágúst var alla tíð mjög áberandi í félags-, atvinnu-, trúar- og menningarlífi Flateyjar. Verslunarmaður í byrjun komu sinnar til Flateyjar (1909) hjá Guðna kaupmanni Guðmundssyni og síðar hjá Guðmundi Bergsteinssyni kaupmanni. Stofnaði fyrstu barnastúku í Flatey, formaður ungmennasambands Norður-Breiðfirðinga, kosinn í sóknarnefnd Flateyjar 1912 og hafði forgöngu um byggingu hinnar nýju Flateyjarkirkju 1926 og meðhjálpari kirkjunnar um tugi ára, gjaldkeri Sparisjóðs Flateyjar frá 1925 og hreppsnefndaroddviti frá 1945. Í Eyjólfshúsi bjuggi í gegnum tíðina fjölmargir s.s. Bjarni Ingibjartur Bjarnason (1882-1944) sjómaður og kona hans Guðrún Júlíanna Guðmundsdóttir (1873-1956), Halldór Friðriksson (1871-1946) skipstjóri og kona hans Anna Ragnheiður Erlendsdóttir (1878-1954), Halldór Kolbeins Eyjólfsson (1893-1964) prestur og kona hans Lára Ágústa Ólafsdóttir (1898-1973) og síðar Vigfús Sigurbjörn Stefánsson (1890-1970) bóndi og kona hans Ingibjörg Einarsdóttir (1889-1963). Neðan við Eyjólfshús er Eyjólfsbryggja sem var áður aðal uppskipunarbryggja Flateyinga en bryggjan var stækkuð og steypt upp um 1934.
Loka

Eyjólfspakkhús

Eigandi: Minjavernd Um húsið: Eyjólfur Einar Jóhannsson kaupmaður og bóndi lét byggja húsið um 1880 sem pakkhús. Guðmundur Bergsteinsson kaupmaður eignaðist síðan húsið og lét breyta því í fiskþurrkunarhús og m.a. koma þar fyrir þurrkofni. Eftir að verslun hans lagðist af komst húsið í eigu Flateyjarhrepps og var notað af ýmsum sem pakkhús og geymsla m.a. fyrir Ríkisskip. Minjavernd hf endurbyggði húsið á árunum frá 1987 til 2002 og tók það yfir til eignar 2007. Frá 2006 hefur húsið verið nýtt af Hótel Flatey og eru í því 5 gistiherbergi.
Loka

Krákuvör

Eigandi: Svanhildur Jónsdóttir Um húsið: Byggt 1970 af Jóhannesi Gíslasyni úr Skáleyjum og þáverandi konu hans, Svanhildi Jónsdóttir sem nú er bóndi í Flatey og býr í Krákuvör ásamt Magnúsi Arnari Jónssyni. Helstu smiðir af húsinu eru þeir bræður Jóhannesar, Ólafur og Eysteinn Gíslasynir ásamt Birni Guðmundssyni.
Loka

Eyjaberg

Eigandi: Vaðsteinn ehf. Um húsið: Byggt 1994-6 af 16 barnabörnum Þórðar og Þorbjargar í Vesturbúðum og vígt á 100 ára fæðingaafmæli Þórðar Ben. 2. ágúst 1996. Meistari hússins er Sigurbjörn Guðjónsson. Húsið er byggt í anda gömlu húsanna í Flatey og fellur fallega inn í heildarhúsamynd eyjarinnar.
Loka

Læknishúsið

Eigandi: Hafsteinn Guðmundsson Um húsið: Byggt 1953-1954 fyrir Flateyjarlæknishérað. Þrátt fyrir nafnið hefur aðeins einn læknir fyrir Flateyjarlæknishérað búið í húsinu frá 1956-1960 en það var Knútur Kristinsson fæddur á Söndum í Dýrafirði. Knútur sat í nefnd til að ”athuga atvinnuástand í Flateyjarhreppi og gera tillögur um ráðstafanir til endurreisnar atvinnulífs þar í hreppi.” Einnig bjó í húsinu séra Sigurður Elíasson, síðasti sóknarprestur sem sat í Flatey 1959-1960. Í tæplega fjögur ár (1961-1964) bjó í Læknishúsi Sigurjón Helgason fæddur 1929 útgerðarmaður og athafnamaður ásamt fjölskyldu sinni. Hann hafði allnokkra starfsemi í frystihúsi Flateyjar. Árið 1965 flytjast Hafsteinn Guðmundsson og kona hans Ólína Jónsdóttir úr Grundarfirði og setjast að í Læknishúsi í Flatey og hófu útgerð í félagi við fleiri. Urðu síðan bændur á Flatey I. Gerðu þar með húsið að íbúðarhúsi býlisins en á þessum tíma var föst búseta í fjórum eyjum, Flatey, Hvallátrum, Svefneyjum og Skálaeyjum.
Loka

Byggðarendi

Eigandi: Guðrún M Ársælsdóttir og Baldur Ragnarsson Um húsið: Byggt 1950 af Jóhanni Kristjánssyni fæddur á Þingeyri við Dýrafjörð skipstjóri á flóabátnum Konráði BA. Kona hans var Kristín Ágústsdóttir úr Gufudalssveit. Þau bjuggu í Byggðarenda frá 1952-1962 er þau flytja á Akranes. Um nokkurn tíma var barnaskóli í húsinu. Flateyjarhreppur eignaðist síðan húsið og nokkra vetur var rekinn í því barnaskóli. Helstu íbúar þess síðan voru Gunnar Jónsson og Aðalheiður Sigurðardóttir, Einir Guðmundsson og Marsibil Guðmundsdóttir, Jóhannes Geir Gíslason og Svanhildur Jónsdóttir, Árni Sigmundsson og Þórdís Una Gunnarsdóttir og Magnús Magnússon og Hrönn Hafsteinsdóttir.
Loka

Sunnuhvoll

Eigandi: Baldur Þorleifsson og Gyða Steinsdóttir Um húsið: Byggt 2005 af Baldri Þorleifssyni trésmíðameistara og konu hans Gyðu Steinsdóttir. Á Brekku, sunnan við húsaþyrpinguna við Holustíg, stóð torfbærinn Brekkubær. Jón Jónsson snikkari byggði þar timburhús árið 1928 og nefndi Sunnuhvol. Það hús var rifið upp úr 1970.
loka
  • Öll húsin
  • 46. Gripahús, Flatey II
  • Alheimur
  • Ásgarður
  • Bátaskýlið
  • Bentshús
  • Berg (Hafliðahús)
  • Bjarg (Jóhannesarhús, Jakobshús, Bókasafnið)
  • Bogabúð
  • Bókhlaða
  • Bræðraminni
  • Byggðarendi
  • Einarshús (Skrína)
  • Eyjaberg
  • Eyjólfshús (Oddahús, Tangahús, Pálshús)
  • Eyjólfspakkhús
  • Flateyjarkirkja
  • Frystihúsið
  • Grænigarður
  • Hafliðaskemma, Galdraskemma
  • Herdísarhús (Gunnlaugshús)
  • Hermannshús (Félagshús, Benediktsenshús, Nýjahús)
  • Klausturhólar (Prófastshúsið)
  • Krákuvör
  • Læknishúsið
  • Myllustaðir
  • Pakkhúsið (Tilheyrir Hermannshúsi)
  • Pósthúsið
  • Ráðagerði
  • Samkomuhúsið (Nýjapakkahús, Loftskeytastöðin)
  • Sjávarslóð
  • Skansinn
  • Skólahúsið
  • Sólbakki (Stefánshús)
  • Sólheimar
  • Stóra pakkhúsið – Hótel Flatey
  • Straumur – Rarik
  • Strýta (Jaðar)
  • Sunnuhvoll
  • Vegamót
  • Vertshús (Veitingahús, Hótel Flatey)
  • Vertshús-austur
  • Vesturbúðir
  • Vinaminni
  • Vogur (Nýjahús, Jónshús, Jakobshús, Prestshús)
  • Vorsalir (Sölubúðin, Kaupfélagið)
saeferdir_logo_final

SÆFERÐIR

husin

HÚSIN Í FLATEY

kolla

FUGLAR Í FLATEY

Framfarafélag Flateyjar | Laufrimi 4 | 112 Reykjavík | Svava Sigurðardóttir
Höfundaréttur 2020 Framfarafélag Flateyjar
Hönnun: Veftorg
loka
Start typing to see products you are looking for.
  • Heim
  • Náttúra
    • Fuglar
      • Skansmýri
    • Gróður
      • Skansmýri
    • Örnefni
    • Fjaran
      • Fjara skilgreind
      • Flóð og fjara
      • Grös í fjörunni
      • Nýbúar í fjörunni
      • Þang, þari, þörungar
  • Saga
    • Húsin í Flatey
    • Flateyjarkirkja
  • Félagsstarf
    • Framfarafélag Flateyjar
      • Fundargerðir stjórnar
      • Fundargerðir aðalfundar
      • Eyjaþing 2010
    • Vistvæn Flatey
      • Áhugavert efni
    • Flateyjarveitur
  • Fréttir
  • Fróðleikur
    • Skyndihjálp
      • Endurlífgun – hjartastuðtæki
      • Endurlífgun – börn
    • Brunavarnir
    • Umhverfis- og skipulagsmál
    • Gönguleiðir
  • Myndaalbúm
    • Gamlar myndir úr Hvallátrum
    • Myndir Jóns Erlendssonar – teknar um 1962
    • Gulla Yngva – Eyjamyndir 1967-74
    • Ólafur Steinþórsson – myndir úr Bjarneyjum
    • Ólafur Steinþórsson – Myndir úr Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, fyrri hluti
    • Ólafur Steinþórsson – Myndir úr Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, seinni hluti
  • Myndbönd
Sidebar Scroll To Top