Framfarafélag Flateyjar Framfarafélag Flateyjar
  • Heim
  • Náttúra
    • Fuglar
      • Skansmýri
    • Gróður
      • Skansmýri
    • Örnefni
    • Fjaran
      • Fjara skilgreind
      • Flóð og fjara
      • Grös í fjörunni
      • Nýbúar í fjörunni
      • Þang, þari, þörungar
  • Saga
    • Húsin í Flatey
    • Flateyjarkirkja
  • Félagsstarf
    • Framfarafélag Flateyjar
      • Fundargerðir stjórnar
      • Fundargerðir aðalfundar
      • Eyjaþing 2010
    • Vistvæn Flatey
      • Áhugavert efni
    • Flateyjarveitur
  • Fréttir
  • Fróðleikur
    • Skyndihjálp
      • Endurlífgun – hjartastuðtæki
      • Endurlífgun – börn
    • Brunavarnir
    • Umhverfis- og skipulagsmál
    • Gönguleiðir
  • Myndaalbúm
    • Gamlar myndir úr Hvallátrum
    • Myndir Jóns Erlendssonar – teknar um 1962
    • Gulla Yngva – Eyjamyndir 1967-74
    • Ólafur Steinþórsson – myndir úr Bjarneyjum
    • Ólafur Steinþórsson – Myndir úr Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, fyrri hluti
    • Ólafur Steinþórsson – Myndir úr Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, seinni hluti
  • Myndbönd
Menu
Framfarafélag Flateyjar Framfarafélag Flateyjar
Stækka mynd

Frystihúsið

Eigandi:
Þrísker ehf.

Um húsið:
Byggt á árunum 1946 – 1951. Það voru stórhuga menn sem um miðja síðustu öld vildu hefja Flatey til vegs sem miðstöð samgangna og atvinnu um norðanverðan Breiðafjörð. Hafskipabryggjan og hraðfrystihúsið urðu til. Starfsemin var mest í frystihúsinu 1952 með tveim vertíðarbátum og fiskvinnslu og með fjölmörgu af aðkomufólki þar sem vertíðarstemming ríkti. Síðan kom árabil lægðar og nýrrar viðleitni. Við þessar aðstæður á seinni áratugum aldarinnar hrörnaði húsið mjög. Við sameiningu hreppanna í Austur-Barðastrandsýslu komst það í ábyrgð Reykhólahrepps. Þá kom til álita að rífa húsið og byggja annað minna. Talsmaður þess að heldur yrði gert við frystihúsið í heild var löngum Hafsteinn Guðmundsson. Það var svo undir stjórn og átaki Gyðu Steinsdóttir sem félagið Þrísker ehf varð til og hafist var handa. Framkvæmdastjóri og yfirsmiður var Baldur Þorleifsson. Í dag er í gömlu vinnusölunum rekin verslunin, Bryggjubúðin undir stjórn Lísu Kristjánsdóttir. Hvort eða hvernig önnur umtalsverð starfsemi kemst þar á koppinn mun tíminn leiða í ljós. Nóg er plássið.

SKU: 774f94443efb Flokkur: Húsin
Deila með
Facebook Twitter Pinterest

Önnur hús

Loka

Krákuvör

Eigandi: Svanhildur Jónsdóttir Um húsið: Byggt 1970 af Jóhannesi Gíslasyni úr Skáleyjum og þáverandi konu hans, Svanhildi Jónsdóttir sem nú er bóndi í Flatey og býr í Krákuvör ásamt Magnúsi Arnari Jónssyni. Helstu smiðir af húsinu eru þeir bræður Jóhannesar, Ólafur og Eysteinn Gíslasynir ásamt Birni Guðmundssyni.
Loka

Sjávarslóð

Eigandi: Hafþór Hafsteinsson Um húsið: Byggt 1994 af núverandi eiganda, Hafþóri Hafsteinssyni. Hafþór fæddur 1959 hefur verið einn af síðustu sjómönnum sem gert hafa út frá Flatey bæði á strandveiðar og grásleppuveiðar.
Loka

Straumur – Rarik

Eigandi: Starfsmannafélag RARIK Um húsið: Byggt 1983. Húsið er í eigu Starfsmannafélags Rafmagnsveitna ríkisins og leigt út til starfsmanna félagsins. Hús þetta þótti í upphafi vera stílbrot við markaða stefnu um útlit húsa í Flatey. 2011-2012 var húsið endurbyggt, allar innréttingar endurnýjaðar, húsið járnklætt og það fært í það horf sem fellur vel inn í húsamyndina í Flatey.
Loka

Eyjólfspakkhús

Eigandi: Minjavernd Um húsið: Eyjólfur Einar Jóhannsson kaupmaður og bóndi lét byggja húsið um 1880 sem pakkhús. Guðmundur Bergsteinsson kaupmaður eignaðist síðan húsið og lét breyta því í fiskþurrkunarhús og m.a. koma þar fyrir þurrkofni. Eftir að verslun hans lagðist af komst húsið í eigu Flateyjarhrepps og var notað af ýmsum sem pakkhús og geymsla m.a. fyrir Ríkisskip. Minjavernd hf endurbyggði húsið á árunum frá 1987 til 2002 og tók það yfir til eignar 2007. Frá 2006 hefur húsið verið nýtt af Hótel Flatey og eru í því 5 gistiherbergi.
Loka

Bentshús

Eigandi: Birgir Magnússon, Ögmundur og Guðný Gerður Gunnarsbörn, Sigfús og Jón Jónssynir, Hallbjörn Bergmann Um húsið: Byggt 1871 af Bent Jónssyni kaupmanni en hann drukknaði 1873 í Breiðafirði á heimleið úr verslunarferð frá Danmörku. Bent hafði keypt lóðina undir Bentshús af ekkjunni Herdísi Benedicts. Árið 1894 keyptu húsið í félagi þau Hallbjörn Bergmann skipstjóri og kona hans Guðlaug Þorgeirsdóttir og Jóhann Guðjón Arason skipstjóri á skútunni Arney og kona hans Valborg Sigrún Jónsdóttir. Sigfús Bergmann kaupfélagsstjóri bjó síðan á efri hæð hússins eftir lát foreldra sinna en á neðri hæðinni Guðmundur Jóhannesson frá Skáleyjum, loftskeytamaður og stöðvarstjóri yfir loftskeytastöðinni í Flatey er tók til starfa 1. júlí 1918. Kona Guðmundar var Sigríður dóttir Jóhanns og Valborgar. Þau bjuggu í húsinu þar til loftskeytastöðin var lögð niður 1931. Ýmsir bjuggu á neðri hæðinni eftir það m.a. Arngrímur Björnsson læknir en hann var læknir í Flatey 1934-1942. Ögmundur Ólafsson skipstjóri á Konráði og kona hans Guðný Hallbjarnardóttir Bergmann (systir Sigfúsar Bergmann) keyptu neðri hæðina 1939 og bjuggu þar til 1943. Ágúst Pétursson , skipstjóri fæddur í Bjarneyjum og kona hans Ingveldur Stefánsdóttir keyptu hæðina af þeim. Ágúst tók við skipstjórn á flóabátnum Konráði af Ögmundi Ólafssyni þegar hann fluttist úr Flatey. Síðar varð hann skipstjóri á Sigurfara, fiskibát sem keyptur var nýr til Flateyjar 1946. Ögmundur keypti síðan neðri hæðina aftur af Ágústi og Ingu 1972. Eigendur neðri hæðar eru afkomendur Ögmundar Ólafssonar skipstjóra og k.h. Guðnýjar Jónínu Hallbjarnadóttur Bergmann. Eigendur efri hæðar eru afkomendur Sigfúsar H. Bergmanns kaupfélagsstjóra og k.h. Emilíu Jónsdóttur.
Loka

Læknishúsið

Eigandi: Hafsteinn Guðmundsson Um húsið: Byggt 1953-1954 fyrir Flateyjarlæknishérað. Þrátt fyrir nafnið hefur aðeins einn læknir fyrir Flateyjarlæknishérað búið í húsinu frá 1956-1960 en það var Knútur Kristinsson fæddur á Söndum í Dýrafirði. Knútur sat í nefnd til að ”athuga atvinnuástand í Flateyjarhreppi og gera tillögur um ráðstafanir til endurreisnar atvinnulífs þar í hreppi.” Einnig bjó í húsinu séra Sigurður Elíasson, síðasti sóknarprestur sem sat í Flatey 1959-1960. Í tæplega fjögur ár (1961-1964) bjó í Læknishúsi Sigurjón Helgason fæddur 1929 útgerðarmaður og athafnamaður ásamt fjölskyldu sinni. Hann hafði allnokkra starfsemi í frystihúsi Flateyjar. Árið 1965 flytjast Hafsteinn Guðmundsson og kona hans Ólína Jónsdóttir úr Grundarfirði og setjast að í Læknishúsi í Flatey og hófu útgerð í félagi við fleiri. Urðu síðan bændur á Flatey I. Gerðu þar með húsið að íbúðarhúsi býlisins en á þessum tíma var föst búseta í fjórum eyjum, Flatey, Hvallátrum, Svefneyjum og Skálaeyjum.
Loka

Sólheimar

Eigandi: Gerður Gestsdóttir Um húsið: Byggt 1935 af Gesti O. Gestssyni en hann var skólastjóri 1933-1960 með hléum. Húsasmiðameistari og yfirsmiður við Andakílsárvirkjun og skólahúss við Ljósafoss. Gestur O. er afi Oddnýjar, Gest Karls og Ragnars í Sólheimum. Byggt 1935 af Gesti Oddfinni Gestssyni kennara, skólastjóra og smið á háhólnum austan við Skansmýri, á svonefndum Myllumó en á þeim stað stóð áður vindmylla Guðmundar Schevings kaupmanns. Gestur fluttist til Flateyjar 1933 er hann tók við skólastjórastöðu í Flatey sem hann gengdi með hléum til 1959. Hann var húsasmíðameistari og var m.a. yfirsmiður við Andakílsárvirkjun og skólahúss við Ljósafoss. Kona Gests var Oddný Ingiríður Sölvadóttir fædd á Gafli í Svínavatnshreppi.
Loka

Strýta (Jaðar)

Eigandi: Guðrún Halldórsdóttir og Valdimar Valdimarsson Um húsið: Byggt 1915 af Magnúsi Jónssyni vélstjóra. Svo virðist sem samvinna þeirra bræðra, hans og Sigurbrandar í Vinaminni, hafi alið af sér tvö hús. Strýta var smíðuð hjá Vinaminni án grunns og var dregin á breðanum 1918 suður yfir ey. Magnús var tengdasonur í Hólsbúð og fékk þar í túni lóð. Steypti þar grunn og eina hæð undir húsið. Af hæð sinni fékk húsið sitt kenningarnafn, en hét áður Jaðar. Ágúst Pétursson skipstjóri fæddur í Bjarneyjum og kona hans Ingveldur Stefánsdóttir hófu búskap sinn þar um eða upp úr 1937. Börn þeirra eru Stefán, Eyþór, Pétur fæddur 1946, Snorri Örn, Valdimar og Guðlaug Jónína. Flateyjarhreppur eignaðist húsið við eignarnám. Valdimar Valdimarsson kennari og kona hans Guðrún Halldórsdóttir kaupa síðan húsið 1975 og flytja það 1977 á Bakkana vestan við Svínabæli. Lækkuðu húsið og stækkuðu og 2014 voru gerðar verulegar endurbætur á húsinu, húsið einangrað, skipt um glugga og lagt nýju bárujárni. Jafnframt var byggt smáhýsi austan við húsið sem geymsla og fyrir kyndingu.
loka
  • Öll húsin
  • 46. Gripahús, Flatey II
  • Alheimur
  • Ásgarður
  • Bátaskýlið
  • Bentshús
  • Berg (Hafliðahús)
  • Bjarg (Jóhannesarhús, Jakobshús, Bókasafnið)
  • Bogabúð
  • Bókhlaða
  • Bræðraminni
  • Byggðarendi
  • Einarshús (Skrína)
  • Eyjaberg
  • Eyjólfshús (Oddahús, Tangahús, Pálshús)
  • Eyjólfspakkhús
  • Flateyjarkirkja
  • Frystihúsið
  • Grænigarður
  • Hafliðaskemma, Galdraskemma
  • Herdísarhús (Gunnlaugshús)
  • Hermannshús (Félagshús, Benediktsenshús, Nýjahús)
  • Klausturhólar (Prófastshúsið)
  • Krákuvör
  • Læknishúsið
  • Myllustaðir
  • Pakkhúsið (Tilheyrir Hermannshúsi)
  • Pósthúsið
  • Ráðagerði
  • Samkomuhúsið (Nýjapakkahús, Loftskeytastöðin)
  • Sjávarslóð
  • Skansinn
  • Skólahúsið
  • Sólbakki (Stefánshús)
  • Sólheimar
  • Stóra pakkhúsið – Hótel Flatey
  • Straumur – Rarik
  • Strýta (Jaðar)
  • Sunnuhvoll
  • Vegamót
  • Vertshús (Veitingahús, Hótel Flatey)
  • Vertshús-austur
  • Vesturbúðir
  • Vinaminni
  • Vogur (Nýjahús, Jónshús, Jakobshús, Prestshús)
  • Vorsalir (Sölubúðin, Kaupfélagið)
saeferdir_logo_final

SÆFERÐIR

husin

HÚSIN Í FLATEY

kolla

FUGLAR Í FLATEY

Framfarafélag Flateyjar | Laufrimi 4 | 112 Reykjavík | Svava Sigurðardóttir
Höfundaréttur 2020 Framfarafélag Flateyjar
Hönnun: Veftorg
loka
Start typing to see products you are looking for.
  • Heim
  • Náttúra
    • Fuglar
      • Skansmýri
    • Gróður
      • Skansmýri
    • Örnefni
    • Fjaran
      • Fjara skilgreind
      • Flóð og fjara
      • Grös í fjörunni
      • Nýbúar í fjörunni
      • Þang, þari, þörungar
  • Saga
    • Húsin í Flatey
    • Flateyjarkirkja
  • Félagsstarf
    • Framfarafélag Flateyjar
      • Fundargerðir stjórnar
      • Fundargerðir aðalfundar
      • Eyjaþing 2010
    • Vistvæn Flatey
      • Áhugavert efni
    • Flateyjarveitur
  • Fréttir
  • Fróðleikur
    • Skyndihjálp
      • Endurlífgun – hjartastuðtæki
      • Endurlífgun – börn
    • Brunavarnir
    • Umhverfis- og skipulagsmál
    • Gönguleiðir
  • Myndaalbúm
    • Gamlar myndir úr Hvallátrum
    • Myndir Jóns Erlendssonar – teknar um 1962
    • Gulla Yngva – Eyjamyndir 1967-74
    • Ólafur Steinþórsson – myndir úr Bjarneyjum
    • Ólafur Steinþórsson – Myndir úr Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, fyrri hluti
    • Ólafur Steinþórsson – Myndir úr Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, seinni hluti
  • Myndbönd
Sidebar Scroll To Top