Framfarafélag Flateyjar Framfarafélag Flateyjar
  • Heim
  • Náttúra
    • Fuglar
      • Skansmýri
    • Gróður
      • Skansmýri
    • Örnefni
    • Fjaran
      • Fjara skilgreind
      • Flóð og fjara
      • Grös í fjörunni
      • Nýbúar í fjörunni
      • Þang, þari, þörungar
  • Saga
    • Húsin í Flatey
    • Flateyjarkirkja
  • Félagsstarf
    • Framfarafélag Flateyjar
      • Fundargerðir stjórnar
      • Fundargerðir aðalfundar
      • Eyjaþing 2010
    • Vistvæn Flatey
      • Áhugavert efni
    • Flateyjarveitur
  • Fréttir
  • Fróðleikur
    • Skyndihjálp
      • Endurlífgun – hjartastuðtæki
      • Endurlífgun – börn
    • Brunavarnir
    • Umhverfis- og skipulagsmál
    • Gönguleiðir
  • Myndaalbúm
    • Gamlar myndir úr Hvallátrum
    • Myndir Jóns Erlendssonar – teknar um 1962
    • Gulla Yngva – Eyjamyndir 1967-74
    • Ólafur Steinþórsson – myndir úr Bjarneyjum
    • Ólafur Steinþórsson – Myndir úr Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, fyrri hluti
    • Ólafur Steinþórsson – Myndir úr Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, seinni hluti
  • Myndbönd
Menu
Framfarafélag Flateyjar Framfarafélag Flateyjar
Stækka mynd

Flateyjarkirkja

Eigandi:
Flateyjarsöfnuður

Um húsið:
Byggð 1926. Eftir margra ára deilur um staðsetningu hennar og yfirtöku safnaðar úr höndum bænda var henni fenginn staður á núverandi stað, Bókhúsaflöt þar sem eyjan rís hæst. Aðdrættir efnis hófust í ársbyrjun 1926 og er kirkjan vígð 19. desember 1926. Við vígslu kirkjunnar var frumflutt lag Sigvalda Kaldalóns (1881-1946) við ljóð Eggerts Ólafssonar náttúrufræðings úr Svefneyjum, Ísland ögrum skorið en Sigvaldi var læknir í Flatey 1926-1929 og bjó í Læknishúsi hinu eldra. Um jól sama ár var annað þekkt lag Sigvalda frumflutt í kirkjunni við ljóð Stefáns frá Hvítadal, Kirkjan ómar öll. Næsta kirkja á undan henni var timburkirkja er stóð í kirkjugarði miðjum og byggð 1861 í tíð Ólafs Sívertsen. Kirkja hefur verið í Flatey um aldir.

Um nústandandi kirkjuhús hefur sitthvað verið skráð og er til bæði birt og óbirt. Látum nægja hér; Arkitekt var Guðjón Samúelsson og yfirsmiður Jónas Snæbjörnsson frá Hergilsey húsasmiður og kennari á Akureyri. Umbætur í málun innanhúss 1943 unnar af heimamönnum. Myndskreyting Baltasar 1965, endurunnin 1990 og lagfærð um aldamót og aftur 2013. Mikill fróðleikur í óvaranleik skreytingarinnar. Mikil viðgerð innanhús 1990-1996 er Minjavernd stjórnaði og vann að. Kirkjan var endurvígð 1996 af Ólafi Skúlasyni biskup. Safnaðarformaður lengst af eða 1926–1964 var Steinn Ágúst Jónsson, Eyjólfshúsi. 1964 –2010 Jóhannes Geir Gíslason Skáleyjum. Sóknarprestur nú er sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, Reykhólum. Kirkjustjórn nú: Gunnar Sveinsson, Eyjólfshúsi, Svanhildur Jónsdóttir, Krákuvör og Guðrún Marta Ársælsdóttir, Byggðarenda.

Það var 400 manna söfnuður sem byggði þessa kirkju á sínum tíma það er því afar erfitt að viðhalda sókn og sóknarkirkju þar sem lögmætur söfnuður er innan við tíu manns en með hjálp og velvilja fjölmargra velunnara Flateyjar hefur það tekist farsællega.

SKU: 0e0e37b51d33 Flokkur: Húsin
Deila með
Facebook Twitter Pinterest

Önnur hús

Loka

Sólheimar

Eigandi: Gerður Gestsdóttir Um húsið: Byggt 1935 af Gesti O. Gestssyni en hann var skólastjóri 1933-1960 með hléum. Húsasmiðameistari og yfirsmiður við Andakílsárvirkjun og skólahúss við Ljósafoss. Gestur O. er afi Oddnýjar, Gest Karls og Ragnars í Sólheimum. Byggt 1935 af Gesti Oddfinni Gestssyni kennara, skólastjóra og smið á háhólnum austan við Skansmýri, á svonefndum Myllumó en á þeim stað stóð áður vindmylla Guðmundar Schevings kaupmanns. Gestur fluttist til Flateyjar 1933 er hann tók við skólastjórastöðu í Flatey sem hann gengdi með hléum til 1959. Hann var húsasmíðameistari og var m.a. yfirsmiður við Andakílsárvirkjun og skólahúss við Ljósafoss. Kona Gests var Oddný Ingiríður Sölvadóttir fædd á Gafli í Svínavatnshreppi.
Loka

Herdísarhús (Gunnlaugshús)

Eigandi: Valgerður og Þorsteinn Bergsbörn Um húsið: Herdísarhús (Gunnlaugshús) sem upphaflega var nefnt Nýjahús var reist af Brynjólfi Bogasyni Benedictsen (1807-1870) og konu hans Herdísi Guðmundsdóttir (Benedictsen) við lok fimmta áratug 19. aldar. Húsið er sambyggt austurgafli framhússins, sem var líklega byggt fyrir Guðmund Scheving Bjarnason. Brynjólfur tók við verslunarleyfi tengdaföðurs síns eftir lát hans. Hús þeirra hjóna er innflutt danskt kataloghús, líklega er það komið frá Jótlandi. Húsið þótti í upphafi reisulegast húsa á Vesturlandi og stofa þess bæði stærst og skrautlegust. Sérkenni í skreyti innanhúss, einkum loftflekar í stofu og samsetning þeirra geta bent til þess að þeir hafi fylgt húsinu. Ætlað er að þýskættaður beykir, Johann Ludvig Moul, hafi haft umsjón með því að reisa húsið. Eftir fráfall Brynjólfs 1870 flytur Herdís Benedictsen úr eynni. Árið 1873 tók Verslunarfélag Eyjahrepps, nefnt Félagið við báðum húsunum og voru þau þá nefnd Félagshús. Félagið hafði rekstur í húsunum 1873 til 1888. Þá kaupa Hermann og Kristján Jónssynir bæði húsin og bjó Kristján í austurhlutanum. Gunnlaugur Sveinsson skipstjóri og kona hans Guðlaug Gunnlaugsdóttir eignast húsið 1906. Af síðari íbúum hússins má nefna Þórunni Gunnlaugsdóttir og m.h. Finnboga Guðmundsson, Svein Gunnlaugsson kennara og skólastjóra í Flatey, Ólaf Eirík Gunnlaugsson bónda og sjómann, Arnfinn Hansen vélstjóra og k.h. Björgu Ólafsdóttir Hansen og síðast Sigurberg Bogason trésmið og k.h. Kristínu Guðjónsdóttir. Jónína Hermannsdóttir og Friðrik Salómonsson eignast húsið eftir 1955 eða síðar. Við fólksfækkun í eynni var húsið undir lokin nýtt sem geymsla fyrir verslun Hermanns Jónssonar sem Jónína dóttir hans rak eftir hans dag í fremra húsinu. Við lok þeirra afnota var húsið farið að láta mjög á sjá. Eigendur frá árinu 1975 eru Valgerður Bergsdóttir og m.h. Arnmundur S. Backmann (dáinn 1998) og Ingibjörg Á. Pétursdóttir og m.h. Þorsteinn Bergsson.
Loka

Eyjólfspakkhús

Eigandi: Minjavernd Um húsið: Eyjólfur Einar Jóhannsson kaupmaður og bóndi lét byggja húsið um 1880 sem pakkhús. Guðmundur Bergsteinsson kaupmaður eignaðist síðan húsið og lét breyta því í fiskþurrkunarhús og m.a. koma þar fyrir þurrkofni. Eftir að verslun hans lagðist af komst húsið í eigu Flateyjarhrepps og var notað af ýmsum sem pakkhús og geymsla m.a. fyrir Ríkisskip. Minjavernd hf endurbyggði húsið á árunum frá 1987 til 2002 og tók það yfir til eignar 2007. Frá 2006 hefur húsið verið nýtt af Hótel Flatey og eru í því 5 gistiherbergi.
Loka

Læknishúsið

Eigandi: Hafsteinn Guðmundsson Um húsið: Byggt 1953-1954 fyrir Flateyjarlæknishérað. Þrátt fyrir nafnið hefur aðeins einn læknir fyrir Flateyjarlæknishérað búið í húsinu frá 1956-1960 en það var Knútur Kristinsson fæddur á Söndum í Dýrafirði. Knútur sat í nefnd til að ”athuga atvinnuástand í Flateyjarhreppi og gera tillögur um ráðstafanir til endurreisnar atvinnulífs þar í hreppi.” Einnig bjó í húsinu séra Sigurður Elíasson, síðasti sóknarprestur sem sat í Flatey 1959-1960. Í tæplega fjögur ár (1961-1964) bjó í Læknishúsi Sigurjón Helgason fæddur 1929 útgerðarmaður og athafnamaður ásamt fjölskyldu sinni. Hann hafði allnokkra starfsemi í frystihúsi Flateyjar. Árið 1965 flytjast Hafsteinn Guðmundsson og kona hans Ólína Jónsdóttir úr Grundarfirði og setjast að í Læknishúsi í Flatey og hófu útgerð í félagi við fleiri. Urðu síðan bændur á Flatey I. Gerðu þar með húsið að íbúðarhúsi býlisins en á þessum tíma var föst búseta í fjórum eyjum, Flatey, Hvallátrum, Svefneyjum og Skálaeyjum.
Loka

Bogabúð

Um húsið: Byggt af Boga Guðmundssyni kaupmanni árið 1908. Bogabúð er fyrsta steinhúsið í Flatey og byggt sem íbúðar- og verslunarhús og rak Bogi í húsinu verslun um langt árabil. Sagan segir að þegar Bogabúð var byggt voru aðeins notuð tvö 10 tommu borð við uppslátt þess. Bogi var mikill hagleiksmaður og trésmiður er skar mikið út s.s. rúm-fjalir og kistla, smíðaði líkkistur og vann að smíði m.a. Hagakirkju á Barðaströnd. Hægt er að sjá hagleiksverk hans á byggðasafninu að Hnjóti. Byggt 1908-1910 af Boga Guðmundssyni (1877-1965) kaupmanni og smið en hann nam trésmíði hjá Magnúsi vert í Vertshúsi en húsið er fyrsta steinhúsið í Flatey. Bogi stundaði trésmíði framan af ævi m.a. við smíði Hagakirkju á Barðaströnd. Meðal smíðagripa hans eru kirkjugluggarnir í Flateyjarkirkju, skar út rúmfjalir og kistla sem víða fóru. Húsið var reist á grunni torfhúss er hét Svalbarði sem var verkstæði trésmiðs. Bogi fékk verslunarleyfi 1908 og hóf hann verslunarrekstur sinn í einu herbergi Bentshúss 1908. Hann rak síðan verslun í Bogabúð frá 1910-1962. Samhliða þessum verslunarrekstri í Bogabúð keypti hann Vertshúsið 1936 og rak þar veitingasölu ásamt konu sinni til ársins 1946. Kona Boga var Sigurborg Ólafsdóttir (1881-1952) fædd í Flatey. Þau hjónin áttu miklu barnaláni að fagna en börn þeirra voru Guðmundur (1903-1975), Ólína Guðrún (1904-1905), Ólafía (1905-1930), Jónína Sigríður (1907-2000), Yngvi (1909-1954), Lára (1910-1997), Sturla (1913-1994), Þórður (1915-1990), Kristín (1916-1943), Sigurberg (1918-2010) og Jón (1923-2009). Húsið var gert upp og endurbyggt upp úr 1980 en þá hafði húsið staðið autt í fjölmörg ár.
Loka

Hermannshús (Félagshús, Benediktsenshús, Nýjahús)

Eigandi: Bjarni Arngrímsson, Jón Hermann Arngrímsson, Margrét Dóra Guðmundsdóttir ásamt Gylfa Guðmundssyni, Hákon Guðmundssyni og Guðrún Ásta Guðmundsdóttir Sablow, Jens Kristinsson, Tómas Kristinsson, Áslaug Kristinsdóttir, Gunnar Jensson, Elsa Nína Sigurðardóttir. Um húsið: Húsið var byggt 1833-1836 sem íbúðarhús af Guðmundi Bjarnasyni Scheving (1776-1837) kaupmanni og útgerðarmanni og er húsið elsta hús í Flatey af þeim sem enn standa. Guðmundur var áður en hann kom til Flateyjar 1812 sýslumaður og amtmaður fyrir Barðastrandasýslu og sat í Haga. Guðmundur gerðist amtmaður yfir norðuramtinu fyrir Jörundar hundadagakonung er ríkti hér sumarið 1809 en sagði sig frá sýsluvöldum 1812 og fluttist til Flateyjar. Sagt er að Jörundur hafi gefið Guðmundi veggfóður sem skreytti hýbýli í Gunnlaugshúsi áfast Félagshúsi. Guðmundur var frumkvöðull þilskipaútgerðar í Breiðafirði og þegar 1830 gerði hann út þrjú þilskip og keypti nokkru síðar 36 lesta skútu frá Danmörku til millilandasiglinga. 1833 var Guðmundi veitt agentsnafnbót af Danakonungi. Árið 1838 gekk Brynjólfur Bogason Benedictsen að eiga Herdísi dóttir Guðmundar og tók við rekstri tengdaföður síns. Þrettán árum síðar (1851) lét Brynjólfur byggja viðbyggingu við húsið sem nú er nefnt Gunnlaugshús eftir Gunnlaugi Sveinssyni (1861-1950). Þau hjónin bjuggu þar fram til 1873 en þá tók Verslunarfélag Eyhreppinga sem jafnan var nefnt Félagið við húsunum sem eftir það voru nefnd Félagshús. Félagið rak verslun í austurhlutanum 1873-1888 og bjó verslunarstjórinn, Ólafur Skagfjörð einnig í húsinu en hann var faðir athafnamannsins og heildsalans Kristjáns Ó. Skagfjörð. Árið1893 keyptu bræðurnir Hermann Sigurður og Kristján Sigurgeir Jónssynir húsið og rak Hermann verslun í viðbyggingu við norðurhlið hússins frá 1913 til dánardags 1943 lengi í samvinnu við dóttir sína Jónínu en hún rak verslunina allt til 1970.
Loka

Einarshús (Skrína)

Eigandi: Hörður Guðmundsson Um húsið: Byggt 1905 af Einari Jónssyni sjómanni. Einar var Snæfellingur að upplagi en var við vinnumennsku í Svefneyjum áður en hann flutti í Flatey og byggði sér hús við Hjallsvíkina sem nefnt var Einarshús. Einar var sjómaður alla tíð. Byggt 1906 af Einari Jónssyni sjómanni. Seinna stækkaði hann húsið til norðurs og lyfti þakinu. Þess vegna varð það kallað Skrína. Einar var Snæfellingur en var í vinnumennsku í Svefneyjum áður en hann fluttist í Flatey og byggði hús sitt við Hjallsvík. Einar bjó í húsinu með seinni konu sinni Guðríði Sigurðardóttir frá Þernuvík í Ögurhreppi. Sonur hennar var Þórður Valgeir Benjamínsson er var bóndi í Hergilsey. Annar sonur hennar var Magnús Kristinn Benjamínsson,verslunarmaður og bókavörður í Flatey en hann gerðist 1925 verslunarmaður hjá Kaupfélagi Flateyjar. Magnús var fatlaður frá frumbernsku en mikill andans maður, margfróður og listrænn með afbrigðum.
Loka

Bátaskýlið

Eigandi: Teinæringsvogsfélagið og Magnús Jónsson Um húsið: Byggt 1993 af Teinæringsvogsfélaginu sem er sameignarfélag fjölmargra bátaeigenda í Flatey og var Gestur Karl í Sólheimum meistari að húsinu.
loka
  • Öll húsin
  • 46. Gripahús, Flatey II
  • Alheimur
  • Ásgarður
  • Bátaskýlið
  • Bentshús
  • Berg (Hafliðahús)
  • Bjarg (Jóhannesarhús, Jakobshús, Bókasafnið)
  • Bogabúð
  • Bókhlaða
  • Bræðraminni
  • Byggðarendi
  • Einarshús (Skrína)
  • Eyjaberg
  • Eyjólfshús (Oddahús, Tangahús, Pálshús)
  • Eyjólfspakkhús
  • Flateyjarkirkja
  • Frystihúsið
  • Grænigarður
  • Hafliðaskemma, Galdraskemma
  • Herdísarhús (Gunnlaugshús)
  • Hermannshús (Félagshús, Benediktsenshús, Nýjahús)
  • Klausturhólar (Prófastshúsið)
  • Krákuvör
  • Læknishúsið
  • Myllustaðir
  • Pakkhúsið (Tilheyrir Hermannshúsi)
  • Pósthúsið
  • Ráðagerði
  • Samkomuhúsið (Nýjapakkahús, Loftskeytastöðin)
  • Sjávarslóð
  • Skansinn
  • Skólahúsið
  • Sólbakki (Stefánshús)
  • Sólheimar
  • Stóra pakkhúsið – Hótel Flatey
  • Straumur – Rarik
  • Strýta (Jaðar)
  • Sunnuhvoll
  • Vegamót
  • Vertshús (Veitingahús, Hótel Flatey)
  • Vertshús-austur
  • Vesturbúðir
  • Vinaminni
  • Vogur (Nýjahús, Jónshús, Jakobshús, Prestshús)
  • Vorsalir (Sölubúðin, Kaupfélagið)
saeferdir_logo_final

SÆFERÐIR

husin

HÚSIN Í FLATEY

kolla

FUGLAR Í FLATEY

Framfarafélag Flateyjar | Laufrimi 4 | 112 Reykjavík | Svava Sigurðardóttir
Höfundaréttur 2020 Framfarafélag Flateyjar
Hönnun: Veftorg
loka
Start typing to see products you are looking for.
  • Heim
  • Náttúra
    • Fuglar
      • Skansmýri
    • Gróður
      • Skansmýri
    • Örnefni
    • Fjaran
      • Fjara skilgreind
      • Flóð og fjara
      • Grös í fjörunni
      • Nýbúar í fjörunni
      • Þang, þari, þörungar
  • Saga
    • Húsin í Flatey
    • Flateyjarkirkja
  • Félagsstarf
    • Framfarafélag Flateyjar
      • Fundargerðir stjórnar
      • Fundargerðir aðalfundar
      • Eyjaþing 2010
    • Vistvæn Flatey
      • Áhugavert efni
    • Flateyjarveitur
  • Fréttir
  • Fróðleikur
    • Skyndihjálp
      • Endurlífgun – hjartastuðtæki
      • Endurlífgun – börn
    • Brunavarnir
    • Umhverfis- og skipulagsmál
    • Gönguleiðir
  • Myndaalbúm
    • Gamlar myndir úr Hvallátrum
    • Myndir Jóns Erlendssonar – teknar um 1962
    • Gulla Yngva – Eyjamyndir 1967-74
    • Ólafur Steinþórsson – myndir úr Bjarneyjum
    • Ólafur Steinþórsson – Myndir úr Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, fyrri hluti
    • Ólafur Steinþórsson – Myndir úr Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, seinni hluti
  • Myndbönd
Sidebar Scroll To Top