Framfarafélag Flateyjar Framfarafélag Flateyjar
  • Heim
  • Náttúra
    • Fuglar
      • Skansmýri
    • Gróður
      • Skansmýri
    • Örnefni
    • Fjaran
      • Fjara skilgreind
      • Flóð og fjara
      • Grös í fjörunni
      • Nýbúar í fjörunni
      • Þang, þari, þörungar
  • Saga
    • Húsin í Flatey
    • Flateyjarkirkja
  • Félagsstarf
    • Framfarafélag Flateyjar
      • Fundargerðir stjórnar
      • Fundargerðir aðalfundar
      • Eyjaþing 2010
    • Vistvæn Flatey
      • Áhugavert efni
    • Flateyjarveitur
  • Fréttir
  • Fróðleikur
    • Skyndihjálp
      • Endurlífgun – hjartastuðtæki
      • Endurlífgun – börn
    • Brunavarnir
    • Umhverfis- og skipulagsmál
    • Gönguleiðir
  • Myndaalbúm
    • Gamlar myndir úr Hvallátrum
    • Myndir Jóns Erlendssonar – teknar um 1962
    • Gulla Yngva – Eyjamyndir 1967-74
    • Ólafur Steinþórsson – myndir úr Bjarneyjum
    • Ólafur Steinþórsson – Myndir úr Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, fyrri hluti
    • Ólafur Steinþórsson – Myndir úr Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, seinni hluti
  • Myndbönd
Menu
Framfarafélag Flateyjar Framfarafélag Flateyjar
Stækka mynd

Frystihúsið

Eigandi:
Þrísker ehf.

Um húsið:
Byggt á árunum 1946 – 1951. Það voru stórhuga menn sem um miðja síðustu öld vildu hefja Flatey til vegs sem miðstöð samgangna og atvinnu um norðanverðan Breiðafjörð. Hafskipabryggjan og hraðfrystihúsið urðu til. Starfsemin var mest í frystihúsinu 1952 með tveim vertíðarbátum og fiskvinnslu og með fjölmörgu af aðkomufólki þar sem vertíðarstemming ríkti. Síðan kom árabil lægðar og nýrrar viðleitni. Við þessar aðstæður á seinni áratugum aldarinnar hrörnaði húsið mjög. Við sameiningu hreppanna í Austur-Barðastrandsýslu komst það í ábyrgð Reykhólahrepps. Þá kom til álita að rífa húsið og byggja annað minna. Talsmaður þess að heldur yrði gert við frystihúsið í heild var löngum Hafsteinn Guðmundsson. Það var svo undir stjórn og átaki Gyðu Steinsdóttir sem félagið Þrísker ehf varð til og hafist var handa. Framkvæmdastjóri og yfirsmiður var Baldur Þorleifsson. Í dag er í gömlu vinnusölunum rekin verslunin, Bryggjubúðin undir stjórn Lísu Kristjánsdóttir. Hvort eða hvernig önnur umtalsverð starfsemi kemst þar á koppinn mun tíminn leiða í ljós. Nóg er plássið.

SKU: 774f94443efb Flokkur: Húsin
Deila með
Facebook Twitter Pinterest

Önnur hús

Loka

Myllustaðir

Eigandi: Ingólfur og Bjarni Karlssynir, Guðmundur Stefánsson, Jón Þórður Jónsson og Hilmar Björnsson Um húsið: Byggt 2000 af Pétri Kúld Ingólfssyni húsasmíðameistara og fleiri laghentum eigendum Myllustaða. Á þessum slóðum stóð litlu austar svartklætt timburhús er kallað var Myllustaðir en þar bjuggu þær Kristín Jónsdóttir og Einara móðir Árelíusar Nielssonar prests síðustu æviár sín. Áður bjó þar m.a. Magnús malari sem malaði korn í myllu Guðmundar Schevings kaupmanns sem stóð á Myllumó þar sem nú stendur húsið Sólheimar.
Loka

Grænigarður

Eigandi: Helgi Haraldsson og Halla Dís Hallfreðsdóttir Um húsið: Byggt 1950 af Ólafi Ólafssyni frá Hallsteinsnesi í Gufudalshreppi og hét því í fyrstu Ólahús. Grænigarður var fyrsta íbúðarhúsið sem byggt var innan skipulags byggðar er rísa skyldi samkvæmt stórhuga ráðum um atvinnuuppbyggingu um miðbik síðustu aldar. Húsið var um tíma í eigu Flateyjarhrepps og helstu íbúar voru Gestur Jónsson og fjölskylda, Nikulás Jensson og fjölskylda, Pétur Gissurason og fjölskylda sem þá var skipstjóri á Konráði, Hrönn Hafsteinsdóttir og um tíma átti Tryggvi Gunnarsson húsið.
Loka

Klausturhólar (Prófastshúsið)

Eigandi: Afkomendur Sigurðar Jenssonar og Guðrúnu Sigurðardóttur þ.e.a.s. Sigurður og Oddný Sigríður, börn Jóns Sigurðssonar raffræðings. Um húsið: Húsið var reist árið 1899 af séra Sigurði Jenssyni og konu hans Guðrúnu Sigurðardóttir en húsið kom tilhöggvið frá Noregi. Sigurður var prestur Flateyinga í rúm fjörutíu ár (1880-1921) jafnframt prófastur Barðastrandaprófastdæmis 1881-1902, þingmaður Barðstrendinga 1886-1908, varaforseti efri deildar Alþingis 1899, amtráðsmaður 1901-1907, yfirskoðunarmaður landsreikninga 1895-1902 og póstafgreiðslumaður í Flatey 1914-1921. Sigurður var oddviti Flateyjarhrepps í mörg ár. Bókamaður var hann góður. Sigurður fékk lausn frá embætti 1921 og fluttist þá suður til Reykjavíkur þar sem hann lést árið 1924. Jón Sigurður sonur Sigurðar og Guðrúnar var oddviti og stjórnarmaður í Kaupfélagi Flateyjar en hann og kona hans Sigríður Einarsdóttir (1892-1988) tóku við búinu á Klausturhólum 1921. Eftir andlát Jóns 1924 rak Sigríður búið áfram og var póst- og símstöðvarstjóri til 1954 en þá flutti hún til Bandaríkjanna og lést þar árið 1988. Klausturhólar standa vestan við þann stað sem áður stóð Flateyjarklaustur sem reist var 1172 en flutt fáum árum síðar (1184) að Helgafelli í Helgafellssveit. Í túninu norðaustan við Klausturhóla er að finna Klaustursteininn sem í er klappaður kringlóttur bolli þar sem munkarnir geymdu vígt vatn og singdu sig með. Hafist var handa við endurbyggingu Klausturhólar um 1990 eftir að húsið hafði staðið autt frá miðjum sjötta tug síðustu aldar.
Loka

Bjarg (Jóhannesarhús, Jakobshús, Bókasafnið)

Eigandi: Skáleyingarnir Þorgeir, Gísli og Einar Kári Kristóferssynir ásamt Ólafi Gíslasyni Um húsið: Byggt af Jóhannesi Bjarnasyni skipstjóra árið 1897. Jóhannes fæddist í Bjarneyjum 1868 en var skipstjóri í Flatey til fjölda ára. Fluttist til Reykjavíkur og byggði hús við Skólavörðustíginn og nefndi Bjarg. Húsið var endurbyggð frá grunni 2000. Byggt 1897 af Jóhannesi Bjarnasyni skipstjóra úr Bjarneyjum en hann bjó hér aðeins fáein ár í byrjun og var það leigt Oddi Jónssyni lækni sem Flateyingar komu síðan af sér vegna drykkjuskapar hans aldamótaárið 1900 er hann fór að Miðhúsum í Reykhólalæknishéraði. Jóhannes flutti þá aftur í húsið og bjó þar er hann flutti frá Flatey 1907. Sama ár keypti Jakob Þorsteinsson verslunarmaður húsið og var það þá nefnt Jakobshús og bjó Jakob þar til dánardægurs 1935. Ekkja Jakobs var Kristín Jónsdóttir (1858-1946) ”ljósa” en hún var ljósmóðir í Flatey og bjó hún áfram í húsinu þar til hún dó 1946. Húsið var notað sem íbúðarhús fram á sjötta áratuginn. Erfingjar Kristínar gáfu húsið Bókasafninu í Flatey og hýsti það safnið frá 1954 til 1992. Þar réð ríkjum Sigríður Bogadóttir (Sigga Boga). Starf hennar sem bókavarðar var allt þar. Eftir að hún lét af störfum var safngæslan mjög laus í böndum um árabil. Húsið var að hrörna og eyðileggjast. Safninu var bjargað þaðan árið 1992 og sett í kassa og flutt að Reykhólum til geymslu. Áður eða 1968 var fágætasti hluti safnsins fluttur á Landsbókasafn til geymslu. Í þessum geymslum er safnið enn. Húsið komst í eigu Reykhólahrepps við sameiningu sveitarfélaga 1987. Það var endurbyggt frá grunni árið 2000 í umboði eiganda.
Loka

Hermannshús (Félagshús, Benediktsenshús, Nýjahús)

Eigandi: Bjarni Arngrímsson, Jón Hermann Arngrímsson, Margrét Dóra Guðmundsdóttir ásamt Gylfa Guðmundssyni, Hákon Guðmundssyni og Guðrún Ásta Guðmundsdóttir Sablow, Jens Kristinsson, Tómas Kristinsson, Áslaug Kristinsdóttir, Gunnar Jensson, Elsa Nína Sigurðardóttir. Um húsið: Húsið var byggt 1833-1836 sem íbúðarhús af Guðmundi Bjarnasyni Scheving (1776-1837) kaupmanni og útgerðarmanni og er húsið elsta hús í Flatey af þeim sem enn standa. Guðmundur var áður en hann kom til Flateyjar 1812 sýslumaður og amtmaður fyrir Barðastrandasýslu og sat í Haga. Guðmundur gerðist amtmaður yfir norðuramtinu fyrir Jörundar hundadagakonung er ríkti hér sumarið 1809 en sagði sig frá sýsluvöldum 1812 og fluttist til Flateyjar. Sagt er að Jörundur hafi gefið Guðmundi veggfóður sem skreytti hýbýli í Gunnlaugshúsi áfast Félagshúsi. Guðmundur var frumkvöðull þilskipaútgerðar í Breiðafirði og þegar 1830 gerði hann út þrjú þilskip og keypti nokkru síðar 36 lesta skútu frá Danmörku til millilandasiglinga. 1833 var Guðmundi veitt agentsnafnbót af Danakonungi. Árið 1838 gekk Brynjólfur Bogason Benedictsen að eiga Herdísi dóttir Guðmundar og tók við rekstri tengdaföður síns. Þrettán árum síðar (1851) lét Brynjólfur byggja viðbyggingu við húsið sem nú er nefnt Gunnlaugshús eftir Gunnlaugi Sveinssyni (1861-1950). Þau hjónin bjuggu þar fram til 1873 en þá tók Verslunarfélag Eyhreppinga sem jafnan var nefnt Félagið við húsunum sem eftir það voru nefnd Félagshús. Félagið rak verslun í austurhlutanum 1873-1888 og bjó verslunarstjórinn, Ólafur Skagfjörð einnig í húsinu en hann var faðir athafnamannsins og heildsalans Kristjáns Ó. Skagfjörð. Árið1893 keyptu bræðurnir Hermann Sigurður og Kristján Sigurgeir Jónssynir húsið og rak Hermann verslun í viðbyggingu við norðurhlið hússins frá 1913 til dánardags 1943 lengi í samvinnu við dóttir sína Jónínu en hún rak verslunina allt til 1970.
Loka

Krákuvör

Eigandi: Svanhildur Jónsdóttir Um húsið: Byggt 1970 af Jóhannesi Gíslasyni úr Skáleyjum og þáverandi konu hans, Svanhildi Jónsdóttir sem nú er bóndi í Flatey og býr í Krákuvör ásamt Magnúsi Arnari Jónssyni. Helstu smiðir af húsinu eru þeir bræður Jóhannesar, Ólafur og Eysteinn Gíslasynir ásamt Birni Guðmundssyni.
Loka

Eyjólfspakkhús

Eigandi: Minjavernd Um húsið: Eyjólfur Einar Jóhannsson kaupmaður og bóndi lét byggja húsið um 1880 sem pakkhús. Guðmundur Bergsteinsson kaupmaður eignaðist síðan húsið og lét breyta því í fiskþurrkunarhús og m.a. koma þar fyrir þurrkofni. Eftir að verslun hans lagðist af komst húsið í eigu Flateyjarhrepps og var notað af ýmsum sem pakkhús og geymsla m.a. fyrir Ríkisskip. Minjavernd hf endurbyggði húsið á árunum frá 1987 til 2002 og tók það yfir til eignar 2007. Frá 2006 hefur húsið verið nýtt af Hótel Flatey og eru í því 5 gistiherbergi.
Loka

Eyjaberg

Eigandi: Vaðsteinn ehf. Um húsið: Byggt 1994-6 af 16 barnabörnum Þórðar og Þorbjargar í Vesturbúðum og vígt á 100 ára fæðingaafmæli Þórðar Ben. 2. ágúst 1996. Meistari hússins er Sigurbjörn Guðjónsson. Húsið er byggt í anda gömlu húsanna í Flatey og fellur fallega inn í heildarhúsamynd eyjarinnar.
loka
  • Öll húsin
  • 46. Gripahús, Flatey II
  • Alheimur
  • Ásgarður
  • Bátaskýlið
  • Bentshús
  • Berg (Hafliðahús)
  • Bjarg (Jóhannesarhús, Jakobshús, Bókasafnið)
  • Bogabúð
  • Bókhlaða
  • Bræðraminni
  • Byggðarendi
  • Einarshús (Skrína)
  • Eyjaberg
  • Eyjólfshús (Oddahús, Tangahús, Pálshús)
  • Eyjólfspakkhús
  • Flateyjarkirkja
  • Frystihúsið
  • Grænigarður
  • Hafliðaskemma, Galdraskemma
  • Herdísarhús (Gunnlaugshús)
  • Hermannshús (Félagshús, Benediktsenshús, Nýjahús)
  • Klausturhólar (Prófastshúsið)
  • Krákuvör
  • Læknishúsið
  • Myllustaðir
  • Pakkhúsið (Tilheyrir Hermannshúsi)
  • Pósthúsið
  • Ráðagerði
  • Samkomuhúsið (Nýjapakkahús, Loftskeytastöðin)
  • Sjávarslóð
  • Skansinn
  • Skólahúsið
  • Sólbakki (Stefánshús)
  • Sólheimar
  • Stóra pakkhúsið – Hótel Flatey
  • Straumur – Rarik
  • Strýta (Jaðar)
  • Sunnuhvoll
  • Vegamót
  • Vertshús (Veitingahús, Hótel Flatey)
  • Vertshús-austur
  • Vesturbúðir
  • Vinaminni
  • Vogur (Nýjahús, Jónshús, Jakobshús, Prestshús)
  • Vorsalir (Sölubúðin, Kaupfélagið)
saeferdir_logo_final

SÆFERÐIR

husin

HÚSIN Í FLATEY

kolla

FUGLAR Í FLATEY

Framfarafélag Flateyjar | Laufrimi 4 | 112 Reykjavík | Svava Sigurðardóttir
Höfundaréttur 2020 Framfarafélag Flateyjar
Hönnun: Veftorg
loka
Start typing to see products you are looking for.
  • Heim
  • Náttúra
    • Fuglar
      • Skansmýri
    • Gróður
      • Skansmýri
    • Örnefni
    • Fjaran
      • Fjara skilgreind
      • Flóð og fjara
      • Grös í fjörunni
      • Nýbúar í fjörunni
      • Þang, þari, þörungar
  • Saga
    • Húsin í Flatey
    • Flateyjarkirkja
  • Félagsstarf
    • Framfarafélag Flateyjar
      • Fundargerðir stjórnar
      • Fundargerðir aðalfundar
      • Eyjaþing 2010
    • Vistvæn Flatey
      • Áhugavert efni
    • Flateyjarveitur
  • Fréttir
  • Fróðleikur
    • Skyndihjálp
      • Endurlífgun – hjartastuðtæki
      • Endurlífgun – börn
    • Brunavarnir
    • Umhverfis- og skipulagsmál
    • Gönguleiðir
  • Myndaalbúm
    • Gamlar myndir úr Hvallátrum
    • Myndir Jóns Erlendssonar – teknar um 1962
    • Gulla Yngva – Eyjamyndir 1967-74
    • Ólafur Steinþórsson – myndir úr Bjarneyjum
    • Ólafur Steinþórsson – Myndir úr Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, fyrri hluti
    • Ólafur Steinþórsson – Myndir úr Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, seinni hluti
  • Myndbönd
Sidebar Scroll To Top