Framfarafélag Flateyjar Framfarafélag Flateyjar
  • Heim
  • Náttúra
    • Fuglar
      • Skansmýri
    • Gróður
      • Skansmýri
    • Örnefni
    • Fjaran
      • Fjara skilgreind
      • Flóð og fjara
      • Grös í fjörunni
      • Nýbúar í fjörunni
      • Þang, þari, þörungar
  • Saga
    • Húsin í Flatey
    • Flateyjarkirkja
  • Félagsstarf
    • Framfarafélag Flateyjar
      • Fundargerðir stjórnar
      • Fundargerðir aðalfundar
      • Eyjaþing 2010
    • Vistvæn Flatey
      • Áhugavert efni
    • Flateyjarveitur
  • Fréttir
  • Fróðleikur
    • Skyndihjálp
      • Endurlífgun – hjartastuðtæki
      • Endurlífgun – börn
    • Brunavarnir
    • Umhverfis- og skipulagsmál
    • Gönguleiðir
  • Myndaalbúm
    • Gamlar myndir úr Hvallátrum
    • Myndir Jóns Erlendssonar – teknar um 1962
    • Gulla Yngva – Eyjamyndir 1967-74
    • Ólafur Steinþórsson – myndir úr Bjarneyjum
    • Ólafur Steinþórsson – Myndir úr Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, fyrri hluti
    • Ólafur Steinþórsson – Myndir úr Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, seinni hluti
  • Myndbönd
Menu
Framfarafélag Flateyjar Framfarafélag Flateyjar
Stækka mynd

Bátaskýlið

Eigandi:
Teinæringsvogsfélagið og Magnús Jónsson

Um húsið:
Byggt 1993 af Teinæringsvogsfélaginu sem er sameignarfélag fjölmargra bátaeigenda í Flatey og var Gestur Karl í Sólheimum meistari að húsinu.

SKU: 21aa62465836 Flokkur: Húsin
Deila með
Facebook Twitter Pinterest

Önnur hús

Loka

Eyjólfspakkhús

Eigandi: Minjavernd Um húsið: Eyjólfur Einar Jóhannsson kaupmaður og bóndi lét byggja húsið um 1880 sem pakkhús. Guðmundur Bergsteinsson kaupmaður eignaðist síðan húsið og lét breyta því í fiskþurrkunarhús og m.a. koma þar fyrir þurrkofni. Eftir að verslun hans lagðist af komst húsið í eigu Flateyjarhrepps og var notað af ýmsum sem pakkhús og geymsla m.a. fyrir Ríkisskip. Minjavernd hf endurbyggði húsið á árunum frá 1987 til 2002 og tók það yfir til eignar 2007. Frá 2006 hefur húsið verið nýtt af Hótel Flatey og eru í því 5 gistiherbergi.
Loka

Læknishúsið

Eigandi: Hafsteinn Guðmundsson Um húsið: Byggt 1953-1954 fyrir Flateyjarlæknishérað. Þrátt fyrir nafnið hefur aðeins einn læknir fyrir Flateyjarlæknishérað búið í húsinu frá 1956-1960 en það var Knútur Kristinsson fæddur á Söndum í Dýrafirði. Knútur sat í nefnd til að ”athuga atvinnuástand í Flateyjarhreppi og gera tillögur um ráðstafanir til endurreisnar atvinnulífs þar í hreppi.” Einnig bjó í húsinu séra Sigurður Elíasson, síðasti sóknarprestur sem sat í Flatey 1959-1960. Í tæplega fjögur ár (1961-1964) bjó í Læknishúsi Sigurjón Helgason fæddur 1929 útgerðarmaður og athafnamaður ásamt fjölskyldu sinni. Hann hafði allnokkra starfsemi í frystihúsi Flateyjar. Árið 1965 flytjast Hafsteinn Guðmundsson og kona hans Ólína Jónsdóttir úr Grundarfirði og setjast að í Læknishúsi í Flatey og hófu útgerð í félagi við fleiri. Urðu síðan bændur á Flatey I. Gerðu þar með húsið að íbúðarhúsi býlisins en á þessum tíma var föst búseta í fjórum eyjum, Flatey, Hvallátrum, Svefneyjum og Skálaeyjum.
Loka

Sjávarslóð

Eigandi: Hafþór Hafsteinsson Um húsið: Byggt 1994 af núverandi eiganda, Hafþóri Hafsteinssyni. Hafþór fæddur 1959 hefur verið einn af síðustu sjómönnum sem gert hafa út frá Flatey bæði á strandveiðar og grásleppuveiðar.
Loka

Klausturhólar (Prófastshúsið)

Eigandi: Afkomendur Sigurðar Jenssonar og Guðrúnu Sigurðardóttur þ.e.a.s. Sigurður og Oddný Sigríður, börn Jóns Sigurðssonar raffræðings. Um húsið: Húsið var reist árið 1899 af séra Sigurði Jenssyni og konu hans Guðrúnu Sigurðardóttir en húsið kom tilhöggvið frá Noregi. Sigurður var prestur Flateyinga í rúm fjörutíu ár (1880-1921) jafnframt prófastur Barðastrandaprófastdæmis 1881-1902, þingmaður Barðstrendinga 1886-1908, varaforseti efri deildar Alþingis 1899, amtráðsmaður 1901-1907, yfirskoðunarmaður landsreikninga 1895-1902 og póstafgreiðslumaður í Flatey 1914-1921. Sigurður var oddviti Flateyjarhrepps í mörg ár. Bókamaður var hann góður. Sigurður fékk lausn frá embætti 1921 og fluttist þá suður til Reykjavíkur þar sem hann lést árið 1924. Jón Sigurður sonur Sigurðar og Guðrúnar var oddviti og stjórnarmaður í Kaupfélagi Flateyjar en hann og kona hans Sigríður Einarsdóttir (1892-1988) tóku við búinu á Klausturhólum 1921. Eftir andlát Jóns 1924 rak Sigríður búið áfram og var póst- og símstöðvarstjóri til 1954 en þá flutti hún til Bandaríkjanna og lést þar árið 1988. Klausturhólar standa vestan við þann stað sem áður stóð Flateyjarklaustur sem reist var 1172 en flutt fáum árum síðar (1184) að Helgafelli í Helgafellssveit. Í túninu norðaustan við Klausturhóla er að finna Klaustursteininn sem í er klappaður kringlóttur bolli þar sem munkarnir geymdu vígt vatn og singdu sig með. Hafist var handa við endurbyggingu Klausturhólar um 1990 eftir að húsið hafði staðið autt frá miðjum sjötta tug síðustu aldar.
Loka

Berg (Hafliðahús)

Eigandi: Bjarni H. Sigurjónsson Um húsið: Byggt 1922 af Sigurbrandi Kristjáni Jónssyni sjómanni og verkamanni. Húsið var byggt skammt frá þeim stað sem Appolonehús stóð, hlaða sem byggð var úr skipsviðum Appolene sem brotnaði 1841 í Flateyjarhöfn en Brynjólfur Benedictsen kaupmaður notaði húsið fyrir eldiviðageymslu. Árið 1936 keyptu húsið þau Árni Jón Einarsson vélstjóri á flóabátnum Konráði og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir. Árni var mikill hagleiksmaður og bátasmiður góður og smíðaði marga báta. Einnig gerði hann við vélar, allt frá stærstu bátavélum til smæstu úrverka. Börn þeirra hjóna eru Bergþóra, Anna Aðalheiður, Sigurjón, Hafliði Arnberg og Elísabet Matthildur.
Loka

Skólahúsið

Eigandi: A-hluti, Þorsteinn Baldvinsson / V-hluti Heimir Sigurðsson, Gróa Þóra Pétursdóttir. Um húsið: Skólahús var byggt í Flatey 1909 eftir teikningum Rögnvalds Ólassonar arkitekts og var það Jón Jónsson snikkari sem sá um verkið. Samkvæmt teikningum Rögnvalds átti að hlaða húsið úr steyptum steini en í þess stað var það steypt án mikilla járnbindinga - að öðru leiti var teikningum Rögnvalds fylgt eftir. Í skólanum voru tvær kennslustofur og var kennt í skólanum fram yfir 1950. Byggðir voru nokkrir skólar út um land eftir sömu teikningu. Skólinn var rifinn af grunni 1992. Nýtt hús var byggt 2006-2007 og var reynt að fylgja yfirbragði gamla skólans eins og hægt var m.a. eru gluggar á suðurhlið og hurð á gafli eftir teikningum Rögnvalds. Í húsinu eru nú tvær íbúðir.
Loka

Grænigarður

Eigandi: Helgi Haraldsson og Halla Dís Hallfreðsdóttir Um húsið: Byggt 1950 af Ólafi Ólafssyni frá Hallsteinsnesi í Gufudalshreppi og hét því í fyrstu Ólahús. Grænigarður var fyrsta íbúðarhúsið sem byggt var innan skipulags byggðar er rísa skyldi samkvæmt stórhuga ráðum um atvinnuuppbyggingu um miðbik síðustu aldar. Húsið var um tíma í eigu Flateyjarhrepps og helstu íbúar voru Gestur Jónsson og fjölskylda, Nikulás Jensson og fjölskylda, Pétur Gissurason og fjölskylda sem þá var skipstjóri á Konráði, Hrönn Hafsteinsdóttir og um tíma átti Tryggvi Gunnarsson húsið.
Loka

Strýta (Jaðar)

Eigandi: Guðrún Halldórsdóttir og Valdimar Valdimarsson Um húsið: Byggt 1915 af Magnúsi Jónssyni vélstjóra. Svo virðist sem samvinna þeirra bræðra, hans og Sigurbrandar í Vinaminni, hafi alið af sér tvö hús. Strýta var smíðuð hjá Vinaminni án grunns og var dregin á breðanum 1918 suður yfir ey. Magnús var tengdasonur í Hólsbúð og fékk þar í túni lóð. Steypti þar grunn og eina hæð undir húsið. Af hæð sinni fékk húsið sitt kenningarnafn, en hét áður Jaðar. Ágúst Pétursson skipstjóri fæddur í Bjarneyjum og kona hans Ingveldur Stefánsdóttir hófu búskap sinn þar um eða upp úr 1937. Börn þeirra eru Stefán, Eyþór, Pétur fæddur 1946, Snorri Örn, Valdimar og Guðlaug Jónína. Flateyjarhreppur eignaðist húsið við eignarnám. Valdimar Valdimarsson kennari og kona hans Guðrún Halldórsdóttir kaupa síðan húsið 1975 og flytja það 1977 á Bakkana vestan við Svínabæli. Lækkuðu húsið og stækkuðu og 2014 voru gerðar verulegar endurbætur á húsinu, húsið einangrað, skipt um glugga og lagt nýju bárujárni. Jafnframt var byggt smáhýsi austan við húsið sem geymsla og fyrir kyndingu.
loka
  • Öll húsin
  • 46. Gripahús, Flatey II
  • Alheimur
  • Ásgarður
  • Bátaskýlið
  • Bentshús
  • Berg (Hafliðahús)
  • Bjarg (Jóhannesarhús, Jakobshús, Bókasafnið)
  • Bogabúð
  • Bókhlaða
  • Bræðraminni
  • Byggðarendi
  • Einarshús (Skrína)
  • Eyjaberg
  • Eyjólfshús (Oddahús, Tangahús, Pálshús)
  • Eyjólfspakkhús
  • Flateyjarkirkja
  • Frystihúsið
  • Grænigarður
  • Hafliðaskemma, Galdraskemma
  • Herdísarhús (Gunnlaugshús)
  • Hermannshús (Félagshús, Benediktsenshús, Nýjahús)
  • Klausturhólar (Prófastshúsið)
  • Krákuvör
  • Læknishúsið
  • Myllustaðir
  • Pakkhúsið (Tilheyrir Hermannshúsi)
  • Pósthúsið
  • Ráðagerði
  • Samkomuhúsið (Nýjapakkahús, Loftskeytastöðin)
  • Sjávarslóð
  • Skansinn
  • Skólahúsið
  • Sólbakki (Stefánshús)
  • Sólheimar
  • Stóra pakkhúsið – Hótel Flatey
  • Straumur – Rarik
  • Strýta (Jaðar)
  • Sunnuhvoll
  • Vegamót
  • Vertshús (Veitingahús, Hótel Flatey)
  • Vertshús-austur
  • Vesturbúðir
  • Vinaminni
  • Vogur (Nýjahús, Jónshús, Jakobshús, Prestshús)
  • Vorsalir (Sölubúðin, Kaupfélagið)
saeferdir_logo_final

SÆFERÐIR

husin

HÚSIN Í FLATEY

kolla

FUGLAR Í FLATEY

Framfarafélag Flateyjar | Laufrimi 4 | 112 Reykjavík | Svava Sigurðardóttir
Höfundaréttur 2020 Framfarafélag Flateyjar
Hönnun: Veftorg
loka
Start typing to see products you are looking for.
  • Heim
  • Náttúra
    • Fuglar
      • Skansmýri
    • Gróður
      • Skansmýri
    • Örnefni
    • Fjaran
      • Fjara skilgreind
      • Flóð og fjara
      • Grös í fjörunni
      • Nýbúar í fjörunni
      • Þang, þari, þörungar
  • Saga
    • Húsin í Flatey
    • Flateyjarkirkja
  • Félagsstarf
    • Framfarafélag Flateyjar
      • Fundargerðir stjórnar
      • Fundargerðir aðalfundar
      • Eyjaþing 2010
    • Vistvæn Flatey
      • Áhugavert efni
    • Flateyjarveitur
  • Fréttir
  • Fróðleikur
    • Skyndihjálp
      • Endurlífgun – hjartastuðtæki
      • Endurlífgun – börn
    • Brunavarnir
    • Umhverfis- og skipulagsmál
    • Gönguleiðir
  • Myndaalbúm
    • Gamlar myndir úr Hvallátrum
    • Myndir Jóns Erlendssonar – teknar um 1962
    • Gulla Yngva – Eyjamyndir 1967-74
    • Ólafur Steinþórsson – myndir úr Bjarneyjum
    • Ólafur Steinþórsson – Myndir úr Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, fyrri hluti
    • Ólafur Steinþórsson – Myndir úr Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, seinni hluti
  • Myndbönd
Sidebar Scroll To Top