Fréttir

Stórtjón á „byggð“ í Flatey

Heilu húsin hafa tekist á loft og spundrast eða fokið í Lómatjörnina

Í einhverju stórviðrinu í vetur hefur orðið stórtjón á byggingum sem ungir og athafnasamir Flateyingar hafa reist við Lómatjörnina. Heilu húsin hafa tekist á loft og spundrast eða fokið í Lómatjörnina. Ekki náðist í neinn af eigendum  húsanna við gerð fréttarinnar en ljóst er að tjónið er mikið og jafnvel í sumum tilfellum hefur orðið altjón.
Um helgina var byrjað að hreinsa til og flytja rústirnar á brennustæðið, farnar voru um 10 ferðir og er enn töluvert eftir.

Hilmar Þór arkitekt, Svefneyingur og Myllustaðabóndi skrifaði góðan pístil um byggðina – SJÁ HÉR