Fréttir

Annasöm helgi – í kulda og trekki

Snjóaði á sumardaginn fyrsta

Töluverður fjöldi fólks var í Flatey um síðustu helgi, margir notuðu tækifærið og lengdu dvöl sína með því að fara á sumardaginn fyrsta. Kári hafði greinalega ekki fylgst með dagatalinu, það var snjódrífa þegar ferðalangar mættu á bryggjuna í Flatey. Hvasst var alla helgina og frost, einhverjir lentu í vandræðum með að halda hita á húsum og vatnsinntök frusu.

Hópur vaskra manna var á vegum Flateyjarveitna, það náðist að flytja lögn og vatnsmastur vestar á bryggjunni þannig að tengingar munu passa við nýja Baldur. Unnið er að uppsetningu á dælu í Baldri til að sinna vatnsþörfum okkar í nánustu framtíð.