Fréttir

Ný heimasíða Framfarafélags Flateyjar

Gyða Steinsdóttir

Gyða Steinsdóttir – formaður Framfarafélagsins skrifar:
Nú er komið að þeim ánægjulega áfanga að ný heimasíða hefur verðið tekin í notkun. Undirbúningsvinna hefur staðið í nokkur ár og að baki hennar liggja margar klukkustundir í vinnu sjálfboðaliða innan Flateyjarsamfélagsins. Tilgangur með uppsetningu nýrrar síðu er m.a. að Flateyingar geti komið fréttum á framfæri og skipst á skoðunum. Auk þess er síðan vettvangur miðlunar fróðleiks og mynda um Flatey fyrr og nú.

Er það von stjórnar Framfarafélags Flateyjar að allir þeir sem tengjast Flatey muni njóta síðunnar og komi gögnum á framfæri til að deila fróðleik og fréttum.

Viljum við nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu að vinnu við uppsetningu nýrrar síðu og þá sérstaklega þeim Heimi Sigurðssyni og Gunnari Sveinssyni fyrir þeirra framlag til heimasíðugerðar en án þeirra hefði verkefnið ekki gengið svona vel. Vonar stjórn að leita megi áfram til þeirra til stuðnings verkefninu.