Fréttir

Skyndihjálparnámskeið í Flatey

Skyndihjálparnámskeið

Næstkomandi þriðjudag (26. júlí) stendur Framfarafélag Flateyjar fyrir skyndihjálparnámskeiði í Saltkjallarnum á Hótel Flatey. Á námskeiðinu verður farið sérstaklega yfir fyrstu viðbrgöð við slysum í Flatey og munu þátttakendur fá kennslu og leiðsgn í skyndihjálp og endurlífgun. Leiðbeinandi er Einar Þór Strand, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður.

Námskeiðið hefst kl. 14:00 og er aðgangur ókeypis. Við hvetjum alla íbúa, húseigendur og gesti til að mæta – það gæti skipt sköpum þegar á reynir.