Kæru Flateyingar nær og fjær,
Minnum á fund Reykhólahrepps og Framfarafélagsins (FFF) um málefni Flateyjar sem haldinn verður mánudaginn 27. júní nk. í Saltkjallaranum á Hótel Flatey. Um er að ræða fund sem fyrirhugaður var 8. apríl sl., en var frestað þar til nú. Frá Reykhólahreppi munu mæta til fundarins fulltrúar sveitarstjórnar, dreifbýlisnefndar og slökkviliðs, en það er einmitt stefnt á að halda slökkviliðsæfingu fyrr um daginn. Þennan sama dag verða fulltrúar frá siglingasviði Vegagerðarinnar í eyjunni til að skoða höfnina og landbrot.
Fundurinn hefst kl. 15:00 og er eru allir félagsmenn FFF hvattir til að mæta.
Hlökkum til að sjá þig í eyjunni fögru,
Stjórn Framfarafélags Flateyjar