Fréttir

Hátíðarmessa í Flateyjarkirkju á laugardaginn

Flateyjarkirkja

Ágætu Flateyingar, Inneyingar, velunnarar Flateyjar og allir sem verða í Flatey á laugardaginn.

Hátíðarmessa verður í Flateyjarkirkju laugardaginn 6. ágúst nk. kl. 14:00. Okkar nýi prestur sr. Hildur Björk Hörpudóttir mun messa, organisti er Halldór Þórðarson og verður kór Reykholtsprestakalls með í för til að gleðja okkur með söng. Ítarlegri messuskrá verður dreift meðal kirkjugesta þannig að allir geta sungið með og altarisganga verður í okkar fallegu kirkju. 

Við hvetjum alla til að sækja messu í Flateyjarkirkju, hlýða á Guðsorð í okkar friðsælu og fögru kirkju og njóta friðarstundar í kirkjunni nk. laugardag.

Að lokinni messu er öllum kirkjugestum boðið í kirkjukaffi í samkomusal Hótels Flateyjar.

Sóknarnefnd og kirkjustjórn Flateyjarkirkju