Fréttir

Ályktun frá stjórn Framfarafélags Flateyjar

Kríkrí

Stjórn Framfarafélags Flateyjar (FFF) hefur sent sveitarstjórn Reykhólahrepps ályktun þar sem hún lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá málsmeðferð sveitarstjórnar Reykhólahrepps að leggjast gegn ósk íbúa Flateyjar um að stjórnsýsla Flateyjar færist til Stykkishólmsbæjar. Í ályktuninni óskar stjórn FFF eftir nánari útskýringum og rökstuðningi frá sveitarstjórn Reykhólahrepps og skorar á hana að endurskoða þessa einörðu afstöðu sína til eðlilegra óska íbúa Flateyjar.

Ályktunina í heild sinni má lesa hér.