Erindi íbúa Flateyjar, varðandi viðhorf sveitarstjórnar Reykhólahrepps til þess að stjórnsýsla Flateyjar færist til Stykkishólms, var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps sl. fimmtudag. Í stuttu máli leggst sveitarstjórnin gegn flutningnum, telur hann ekki þjóna hagsmunum Reykhólahrepps og erfitt sé að sjá grundvöll fyrir því að hagsmunum íbúa eyjarinnar sé betur borgið ef stjórnsýsla hennar heyrði undir Stykkishólmsbæ.
Fundargerðina í heild sinni má nálgast hér.
Stjórn Framfarafélags Flateyjar mun álykta um afgreiðslu erindisins.