Fréttir

Óvissu eytt varðandi vetrarviðkomu í Flatey

Baldur

Stjórn Framfarafélags Flateyjar átti fund með framkvæmdastjóra Sæferða nú í nóvember. Á fundinum var meðal annars rætt um túlkun á samningi Sæferða við Vegagerðina vegna vetraráætlunar. 

Niðurstaða stjórnenda Sæferða er Baldur siglir til Flateyjar skv. áætlun um siglingu yfir Breiðafjörð ef hægt er og ástæða er til. Sjólag, veður og birta geta haft áhrif á ákvörðun um hvort hægt er að koma við í Flatey og ekki verður rukkað aukalega fyrir þessar viðkomurBaldur mun eftir sem áður koma við í Flatey með póst á ákveðnum dögum en aðra daga kemur Baldur við í Flatey ef farþegar eru um borð. Sæferðir fara fram á að farþegar tilkynni til skrifstofu með dags fyrirvara ef þeir gera ráð fyrir að sigla útí Flatey. Mikilvægt er að farþegar tilkynni (áhöfn og/eða skrifstofu) hvenær þeir ætli að koma í land svo áhöfn viti hvort og hvenær koma þurfi við í Flatey.

Stjórn Framfarafélagsins fagnar túlkun Sæferða á samningnum við Vegagerðina sem mun leiða til þess að íbúar, húseigendur og aðrir gestir eiga auðveldara með að skipuleggja ferðalög og  heimsóknir í eyjuna okkar fögru á veturna.