Fréttir

Málþingi með Reykhólahreppi frestað

logo fffnytt

Fyrirhuguðu málþingi með fulltrúum Reykhólahrepps um málefni Flateyjar hefur verið frestað fram á sumar. Til stóð að málþingið færi fram í Reykjavík þann 8. apríl nk., en eftir viðræður við sveitarstjóra Reykhólahrepps þótti skynsamlegast að fresta fundi til 27. júní og að hann færi fram í Flatey til tryggja þátttöku íbúa eyjarinnar sem best. Fundurinn verður auglýstur nánar þegar nær dregur.