Fréttir

Vinnuferð í Flatey helgina 15.-17. apríl

logo fffnytt

Framfarafélag Flateyjar stendur fyrir vinnuferð í eyjuna fögru helgina 15.-17. apríl nk. Fyrir utan að gleðjast með góðu fólki er markmið ferðarinnar að lagfæra stíga, undirbúa áningarstaði og fegra í kringum brennustæðið. Þessa sömu helgi verður vinnuferð Flateyjarveitna þar sem tvær stofnlagnir vatnsveitunnar verða hreinsað og klórað. Jafnframt er frágangur í Grænagarðsdæluhúsi og skipt verður um þrjá heimæðarkrana. Stjórn FV biður fólk í Ásgarði, Vogi, á hótelinu og í Eyjólfshúsi að athuga að klór verður látinn liggja í vatnslögn frá kl 12:00 föstudaginn 15. apríl til kl 12:00 laugardaginn 16. apríl. Vinsamlegast safnið drykkjarvatni fyrir þennan sólarhring.  Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í vinnuferð til Gunnars hjá FV á netfangið gunnarsv@landspitali.is