Fréttir

Framfarafélagið óskar eftir framboðum í stjórn félagsins

logo fffnytt

Kæru félagar í Framfarafélaginu. Nú styttist í aðalfundinn okkar sem verður næst komandi laugardag. Eins og lög félagsins gera ráð fyrir er opið fyrir framboð til stjórnar. Núverandi stjórn gefur kost á sér að undanskildum formanni sem hefur óskað eftir því að ganga úr stjórn. Skv. reglum félagsins er hámarks tími hvers stjórnarmanns 6 ár og nú eru liðin 5 starfsár hjá mér.

Að taka þátt í störfum fyrir Framfarafélagið er ákaflega gefandi og hefur starfið með því flotta fólki sem ég hef unnið með í stjórninni verið skemmtilegt og við tekist saman á við áhugaverð og mis krefjandi verkefni. Ég hef mikinn áhuga á að vinna fyrir félagið okkar og taka þátt í verkefnum sem stuðla að jákvæðri framtíð fyrir okkur öll í Flatey en þarf að láta staðar numið í formannshlutverkinu og óska því eftir nýjum fulltrúa í stjórn sem er tilbúinn að taka að sér hlutverk formanns.

Áhugasamir geta sent framboð og fyrirspurnir annað hvort til mín á gydast@simnet.is eða á Daða, dadisig3@gmail.com, gjaldkera félagsins.

Bestu kveðjur til félagsmanna og sjáumst á aðalfundinum á laugardag.

Gyða Steinsdóttir
Formaður Framfarafélags Flateyjar