Fréttir

Bókin Á Eylenduslóðum eftir Jóa í Skáleyjum komin í sölu

Á Eylenduslóð_forsíða_800x533
Fjáröflunarnefnd Flateyjarkirkju hefur nú hafið sölu á hinni skemmtilegu, myndríku og fróðlegu bók "Á Eylenduslóðum" eftir Jóa í Skáleyjum. Bókin er 391 bls og fallega innbundin. Bók þessi var að koma út fyrir nokkrum dögum og er strax farin að vekja eftirtekt.
 
Bókin fjallar um ótrúlega fjölbreytt efni og er sannkölluð framlenging af Eylendu sem er löngu uppseld. Þessi bók fer í kjölfar þeirrar bókar og er mikilverð viðbót með ótrúlegum fjölda mynda sem teknar eru á löngum tíma og sumar hafa aldrei birst áður. Fjallað er í máli og myndum um Stagley, Bjarneyjar, Flatey, Hergilsey, Svefneyjar, Hvallátur, Skáleyjar og Sviðnur. Afar fróðleg og myndræn umfjöllun um húsin í Flatey, íbúa, afkomendur og sögum þeim tengdum. Hér er fjallað um fólk og atburði, lífshætti og daglegt strit, deilumál og skoðanaskipti, hrakningaferðir, eyjamatinn og búskaparhætti, ljóð, stökur og eyjabragi. Mikill fjöldi af ómetanlegum myndum (gömlum og nýjum) af bátum og bátsverjum sem aldrei hafa sést áður. Sannkallaður fróðleiksfjársjóður um sögu eyjanna, húsanna, ábúendur, íbúa húsa og afkomendur þeirra. Þessi bók verður fljótt uppseld eins og Eylenda.
 
Þessi áhugaverða bók er ekki enn komin í bókabúðir en fjáröflunarnefndin hefur hana til sölu á sérstöku "Flateyjarverði" kr. 7.500.-  (bókabúðaverð kr. 9.000.-)  og verður hún send heim til kaupenda þeim að kostnaðarlausu eins og með alla aðra sölugripi nefndarinnar. Bók þessi á vissulega erindi til allra Flateyingar, Inneyinga og velunnarara Flateyjar og á að vera til í sérhverju húsi í Flatey og Inneyjum. Ég þykist einnig vita að velunnarar Flateyjar munu taka þessari bók fagnandi. 
 
Auðvelt að kaupa – send heim til kaupanda
Bókin verður send heim til kaupanda þeim að kostnaðarlausu og hægt er að greiða andvirði hennar inn á reikning fjáröflunarnefndarinnar í Íslandsbanka 0526-14-403807, kennitalan er 211149-4859 (fjáröflunarnefnd Flateyjarkirkju/Gunnar Sveinsson). Vinsamlegast látið mig vita um kaup ykkar og pöntun á netfangið gunnarsv@landspitali.is eða í síma 824-5651.
 
Með bestu bókakveðjum,
Gunnar Sveinsson
Eyjólfshúsi, Flatey