Fréttir

Flateyjardagar um helgina – DAGSKRÁ

Baldur Ragnars

Mikið verður um að vera í Flatey um helgina þegar hinir árlegu Flateyjardagar fara fram. Spáin er príðileg og tilvalið fyrir alla sem tök hafa á að skella sér í eyjuna fögru og gleðjast með góðu fólki. Dagskráin er meðal annars á þessa leið:

Föstudagur

Kl. 20:30 Barsvar (Pub quiz) í Saltkjallaranum 

Laugardagur

Kl. 14:00 Hátíðarmessa í Flateyjarkirkju
Kl. 15:00 Messukaffi í samkomusal Hótels Flateyjar
Kl. 15:30 Keppt í skemmtilegum leikjum á reitnum fyrir framan Hótel Flatey, hún er öllum opin og verður geggjuð. Verðlaun í boði.
Kl. 19:00 Saltfiskhlaðborð á Hótel Flatey

Vekjum athygli á að tímasetningar og dagskrá geta breyst lítillega – þetta er jú Flatey þar sem tíminn er afstæður og allir hressir. Hvetjum því fólk til að fylgjast með tilkynningum hér á heimasíðu FFF, Facebook síðunni Flateyingar og almennt á förnum vegi þegar í eyjuna er komið.

Eitt að lokum. Fáir hafa náð að fanga stemmningun á Flateyjardögum jafn vel og Hermann Þór Snorrason gerði í myndbandi fyrir þremur árum. Linkur á myndbandið er hér fyrir neðan, njótið vel og sjáumst hress um helgina.

Myndband frá Flateyjardögum 2016.

Með sumarkveðju,
Stjórn FFF