Fréttir

Hátíðarmessa í Flateyjarkirkju

Flateyjarkirkja
Laugardaginn 10. ágúst n.k. kl 14:00 verður hátíðarmessa í Flateyjarkirkju. Séra Anna Eiríksdóttir prestur Dalaprestakalls mun messa og með í för verður organistinn Halldór Þorgils Þórðarson og kór Dalaprestakalls. Minningu Sigvalda Kaldalóns verður haldið á lofti og falleg lög hans munu án efa óma í kirkjunni.
 
Eftir messu verður öllum kirkjugestum og velunnurum kirkjunnar boðið í messukaffi í Samkomuhúsinu. Við hvetjum alla sem verða í Flatey að sækja messuna í Flateyjarkirkju og hlýða á Guðsorð í okkar fögru og friðsælu kirkju.
 
Með góðum Flateyjarkveðjum 
f.h. Sóknar- og kirkjustjórn Flateyjarkirkju