Fréttir

Vetrarhátíð Flateyjar

Hin árlega Vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar verður haldin laugardaginn 7. mars nk. í Félagsheimili Fáks í Víðidal. Húsið opnar í kringum kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00.

Veislustjórn er í höndum stórfjölskyldunnar í Bræðraminni sem mun taka fagnandi á móti Flateyingum í gleði og söng. Borðin munu að venju svigna af kræsingum og barinn verður fullur af fjöri á svona líka hóflegu verði.

Miðaverð er 7.500 kr.

Vinsamlega greiðið miðaverð á reikning Framfarafélagsins 0309-26-001222, kt. 701190-1229 og sendið staðfestingu á netfangið elfadeinars@gmail.com. Þeir sem setja húsið sitt sem skýringu á staðfestingunni fá happdrættismiða og fordrykk við komu á hátíðina.

Hlökkum til að sjá ykkur öll sem eitt í söng og gleði