Ályktun frá stjórn Framfarafélags Flateyjar um Breiðafjarðarferjuna Baldur.
Stjórn Framfarafélags Flateyjar lýsir yfir áhyggjum af öryggi ferjusiglinga yfir Breiðafjörð. Flóabáturinn Baldur er án varavélar og bilun hans í sumar sýnir svo ekki er um villst þörfina fyrir nýja og betur búna ferju. Ábúendur og sumarhúsaeigendur í Flatey treysta á Baldur til samgangna auk þess sem hann sér eynni fyrir neysluvatni. Stjórn Framfarafélags Flateyjar telur mikilvægt að endurnýja ferjuna sem fyrst.