Fulltrúar Umhverfisstofnunar, Reykhólahrepps, íbúa og framfarafélags Flateyjar hafa undanfarið unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið í Flatey á Breiðafirði.
Umhverfisstofnun hefur hafið kynningu á drögum að áætluninni til athugasemda og ábendinga.
Áætlunin er sett fram í samræmi við 81. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.
Opinn kynningarfundur um áætlunina verður haldinn 9. maí nk. kl. 15:00 og verður auglýstur síðar.
Hér má lesa drög að áætluninni og skila inn ábendingum.
Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum er til og með 29. maí 2023.