Fréttir

Aðalfundir Flateyjarveitna og Framfarafélags Flateyjar 2023

Aðalfundir Flateyjarveitna og Framfarafélags Flateyjar verða haldnir laugardaginn 11. mars 2023 n.k. í húsnæði Verkfræðistofunnar Lotu, Guðríðarstíg 2-4 í Reykjavík. Húsið er staðsett fyrir ofan lögreglustöðina.

Aðalfundur FV hefst kl. 12:30 og er dagskráin eftirfarandi:

1. Skýrsla stjórnar vegna 2022
2. Reikningar félagsins fyrir starfsárið 2022
3. Fjárhagsáætlun stjórnar fyrir 2023
4. Tillaga stjórnar um félagsgjald vegna 2023
5. Tillaga til breytinga á samþykktum félagsins
6. Kosning stjórnar og formanns samkv. ákvæðum 4. kafla samþykkta félagsins. (Núverandi stjórn var kosin 2022 til tveggja ára)
7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga úr hópi félagsmanna utan stjórnar
8. Önnur mál

Stjórn Flateyjarveitna;
Heimir Sigurðsson formaður
Gunnar Sveinsson gjaldkeri
Kristinn  E. Nikulásson meðstjórnandi
Þorgeir Kristófersson meðstjórnandi
Þorvarður Lárus Björgvinsson varaformaður

Við í stjórn félagsins viljum hvetja félagsmenn að fjölmenna á aðalfund Flateyjarveitna, taka þátt í umræðum og koma á framfæri skoðunum á málefnum félagins.  Jafnframt viljum við minna á að samkvæmt ákvæðum 4. kafla samþykkta félagsins verður stjórn félagsins kosin til
tveggja ára.
____________________________________________________________________
Stutt kaffipása og spjall á milli funda.
____________________________________________________________________

Aðalfundur Framfarafélagsins hefst kl. 14:00 og er dagskráin eftirfarandi:
1. Skýrsla stjórnar um störf ársins 2022
2. Reikningar félagsins fyrir árið 2022 lagðir fram til umræðu og samþykktar
3. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 lögð fram til umræðu og samþykktar
4. Kosning til stjórnar skv. gr. 3.1.
5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga úr hópi annarra félaga.
6. Skýrslur annarra félaga eða nefnda tengdum Flatey sem óska eftir að gera grein fyrir starfi sínu.
7. Önnur mál

Stjórn Framfarafélagsins vill minna félagsmenn á lög félagsins og eðli málsins samkvæmt sérstaklega þær greinar sem snúa að aðalfundi og atkvæðagreiðslum. Áhugafólki um málefni Flateyjar sem ekki eru félagsmenn í Framfarafélagi Flateyjar er bent á 3. lið fyrstu greinar um aukafélagsaðild.

Núverandi stjórn FFF skipa:
Kristín Ingimarsdóttir, formaður
María Gestsdóttir varaformaður
Svava Sigurðardóttir, gjaldkeri
Katrín Ingibjörg Barðadóttir, ritari
Stefán Guðmundsson, meðstjórnandi

Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta á fundina.

Með bestu kveðjum,

Stjórn Flateyjarveitna og
Stjórn Framfarafélags Flateyjar