Showing 25–36 of 45 results

Show sidebar
Loka

Myllustaðir

Eigandi: Ingólfur og Bjarni Karlssynir, Guðmundur Stefánsson, Jón Þórður Jónsson og Hilmar Björnsson Um húsið: Byggt 2000 af Pétri Kúld Ingólfssyni húsasmíðameistara og fleiri laghentum eigendum Myllustaða. Á þessum slóðum stóð litlu austar svartklætt timburhús er kallað var Myllustaðir en þar bjuggu þær Kristín Jónsdóttir og Einara móðir Árelíusar Nielssonar prests síðustu æviár sín. Áður bjó þar m.a. Magnús malari sem malaði korn í myllu Guðmundar Schevings kaupmanns sem stóð á Myllumó þar sem nú stendur húsið Sólheimar.
Loka

Pakkhúsið (Tilheyrir Hermannshúsi)

Eigandi: Bjarni Arngrímsson, Jón Hermann Arngrímsson, Margrét Dóra Guðmundsdóttir ásamt Gylfa Guðmundssyni, Hákon Guðmundssyni og Guðrún Ásta Guðmundsdóttir Sablow, Jens Kristinsson, Tómas Kristinsson, Áslaug Kristinsdóttir, Gunnar Jensson, Elsa Nína Sigurðardóttir Um húsið: Byggt skömmu eftir 1909 en breytt úr útihúsi frá Félagshúsi á seinni hluta tuttugustu aldar í íbúð að hluta. Pakkhúsið var byggt upp úr viðum gamla pakkhússins sem þýskir kaupmenn er sagðir hafa bygg á sama stað. Það hús var síðan rifið og hluti viða þess húss fór í Vinaminni sem hluti heimamundar Henríettu Hermannsdóttir, skáldkonu.
Loka

Pósthúsið

Eigandi: Ólína Jónsdóttir Um húsið: Pósthúsinu var komið fyrir í ágætis vinnuskúr sem fluttur var til Flateyjar. Löngum var sagt að þetta væri ”minnsta pósthúsið á landinu” og var afar vinsælt meðal ferðamanna og eftirsóknarvert að fá kort sín og bréf stimpluð með Flateyjarstimpli. Ólína Jónsdóttir í Læknishúsi var póstmeistari en pósthúsið var lagt niður 2009. Húsið er í dag notað fyrir ferðamannagistingu að hætti bændagistingar.
Loka

Ráðagerði

Eigandi: Félag starfsmanna stjórnarráðsins Um húsið: Byggt 1976-1980 sem félags- og sumarbústaður fyrir starfsmenn stjórnarráðsins.
Loka

Samkomuhúsið (Nýjapakkahús, Loftskeytastöðin)

Eigandi: Minjavernd Um húsið: Samkomuhúsið (til hægri á mynd) sem upphaflega var nefnt Nýjapakkhús var byggt um eða laust fyrir 1890. Það var reist á steinhlöðnum sökkli og var upphaflega tvílyft. Það var byggt sem pakkhús og nýtt fyrir verslunarrekstur í Flatey fram til 1918 þegar Landsíminn hóf þar rekstur loftskeytastöðvar. Ungmennafélag Flateyjar eignaðist húsið 1931 og var þá milligólfið tekið úr húsinu og gerðar á því fleiri breytingar. Það var þá jafnframt nýtt fyrir leikfimikennslu barnaskólans í Flatey. Flateyjarhreppur eignaðist síðan húsið. Minjavernd tók húsið yfir til endurbyggingar 1987 og eignar 2007. Endurbygging hússins var lokið 2006 og þá hóf Hótel Flatey rekstur í því. Þar er nú matsalur hótelsins en salurinn er jafnframt nýttur fyrir fjölbreytta menningarstarfsemi, tónlist, upplestur og dansleiki sem Hótel Flatey stendur fyrir.
Loka

Sjávarslóð

Eigandi: Hafþór Hafsteinsson Um húsið: Byggt 1994 af núverandi eiganda, Hafþóri Hafsteinssyni. Hafþór fæddur 1959 hefur verið einn af síðustu sjómönnum sem gert hafa út frá Flatey bæði á strandveiðar og grásleppuveiðar.
Loka

Skansinn

Eigandi: GPÓ ehf. / Ingunn Jakobsdóttir Um húsið: Hús þetta var byggt í þremur áföngum; miðhluti hússins, sláturhús er byggt 1924-1925, suðurendi er hjallur endurbyggður 2002 og norðurendi er bátaskýli og vinnustofa endurbyggður árið 2002. Þak á sláturhúsi var lagt torfi árið 1987. Kaupfélag Flateyjar lét um 1950 byggja bifreiðageymslu fyrir tvo vörubíla við norðurenda sláturhússins en hún var rifin 2002.
Loka

Skólahúsið

Eigandi: A-hluti, Þorsteinn Baldvinsson / V-hluti Heimir Sigurðsson, Gróa Þóra Pétursdóttir. Um húsið: Skólahús var byggt í Flatey 1909 eftir teikningum Rögnvalds Ólassonar arkitekts og var það Jón Jónsson snikkari sem sá um verkið. Samkvæmt teikningum Rögnvalds átti að hlaða húsið úr steyptum steini en í þess stað var það steypt án mikilla járnbindinga - að öðru leiti var teikningum Rögnvalds fylgt eftir. Í skólanum voru tvær kennslustofur og var kennt í skólanum fram yfir 1950. Byggðir voru nokkrir skólar út um land eftir sömu teikningu. Skólinn var rifinn af grunni 1992. Nýtt hús var byggt 2006-2007 og var reynt að fylgja yfirbragði gamla skólans eins og hægt var m.a. eru gluggar á suðurhlið og hurð á gafli eftir teikningum Rögnvalds. Í húsinu eru nú tvær íbúðir.
Loka

Sólbakki (Stefánshús)

Eigandi: María Jónsdóttir - Jón og Friðrik Einarssynir Um húsið: Byggt 1903 af Stefáni Stefánssyni meðhjálpara á rústum torfbæjarins Fjóskots, einnig nefndur Bakkabær, sem virðist vera sami bærinn. Hér bjó Viktor Guðnason og kona hans Jónína Ólafsdóttir Viktor starfaði lengst af í kaupfélaginu auk þess fást við söngstjórn og organleik - var póstmeistari og oddviti síðustu æviárin. Nefna má að Viktor er afi Viktors Arnar Ingólfssonar, rithöfundar sem m.a skrifaði Flateyjargátu. Að Sólbakka frá Klausturhólum var símstöðin flutt 1956.
Loka

Sólheimar

Eigandi: Gerður Gestsdóttir Um húsið: Byggt 1935 af Gesti O. Gestssyni en hann var skólastjóri 1933-1960 með hléum. Húsasmiðameistari og yfirsmiður við Andakílsárvirkjun og skólahúss við Ljósafoss. Gestur O. er afi Oddnýjar, Gest Karls og Ragnars í Sólheimum. Byggt 1935 af Gesti Oddfinni Gestssyni kennara, skólastjóra og smið á háhólnum austan við Skansmýri, á svonefndum Myllumó en á þeim stað stóð áður vindmylla Guðmundar Schevings kaupmanns. Gestur fluttist til Flateyjar 1933 er hann tók við skólastjórastöðu í Flatey sem hann gengdi með hléum til 1959. Hann var húsasmíðameistari og var m.a. yfirsmiður við Andakílsárvirkjun og skólahúss við Ljósafoss. Kona Gests var Oddný Ingiríður Sölvadóttir fædd á Gafli í Svínavatnshreppi.
Loka

Stóra pakkhúsið – Hótel Flatey

Eigandi: Minjavernd Um húsið: Bygging til vinstri - Björn Sigurðsson (1856-1930) kaupmaður lét hlaða kjallaraveggi hússins 1904. Guðmundur Bergsteinsson (1878-1941) kaupmaður lét reisa húsið á steinhlöðnum kjallaranum1918. Máttarviðir þess eru að töluverðum hluta úr Gamlhúsinu sem reist var 1777. Húsið var alla tíð nýtt fyrir verslun í Flatey meðan verslun var rekin þar. Minjavernd hf tók það yfir til endurbyggingar 1987 og til eignar 2007. Endurbygging þess var lokið 2007 og það ár hóf Hótel Flatey í því sinn rekstur. Eru í því 8 gistiherbergi og eldhús ásamt bar og aðstöðu í steinhlöðnum kjallaranum.
Loka

Straumur – Rarik

Eigandi: Starfsmannafélag RARIK Um húsið: Byggt 1983. Húsið er í eigu Starfsmannafélags Rafmagnsveitna ríkisins og leigt út til starfsmanna félagsins. Hús þetta þótti í upphafi vera stílbrot við markaða stefnu um útlit húsa í Flatey. 2011-2012 var húsið endurbyggt, allar innréttingar endurnýjaðar, húsið járnklætt og það fært í það horf sem fellur vel inn í húsamyndina í Flatey.