Fjaran er skilgreind út frá hæðardreifingu fjörulífvera og er það svæði á mörkum lands og sjávar sem afmarkast að neðan af efri mörkum þaragróðurs (stórþara, hrossaþara eða marinkjarna) og nær upp að efri mörkum klettadoppu. Í skjólsælum fjörum eru þessi mörk nærri mörkum flóðs og fjöru um stórstraum en í brimasömum fjörum eru hæðarmörk fjörunnar nokkuð ofan við mörk sjávafallanna.