Í hverju húsi er nauðsynlegt að hafa fyrstu hjálp við eldsvoða.

Reykskynjarar – bjarga mannslífum!

Reykskynjarar eiga að vera staðsettir í almenningsrýmum t.d. gangi, stofu og í svefnherbergi. Mælt er með samtengjanlegum skynjurum í húsum upp á margar hæðir og gott að hafa skynjara með 10 ára rafhlöðuendingu.

Slökkvitæki eiga að vera í hverju húsi

Fjöldi slökkvitækja fer eftir stærð hússins og hversu margir útgangar eru á húsinu. Vegna fjarlægðar við neyðarþjónustu slökkviliðs er mælt með að í hverju húsi séu 2 slökkvitæki eða fleiri.

Á gaseld á að nota ABC duft slökkvitæki og á aðra elda er best að nota AB Léttvatn.

Hvert hús ætti að hafa : 6KG ABC DUFT tæki og 6L AB léttvatnstæki

Hús sem ekki eru með kyndingu allt árið verða að hafa bæði tækin 6KG ABC DUFT því léttvatnsslökkvitækin mega ekki frjósa.

Eldvarnarteppi

Eldvarnarteppi ætti vera í hverju eldhúsi og best er að endurnýja gömul teppi. Hægt er að nota eldvarnarteppi til að kæfa elda í t.d. steikarfeiti í potti, á útigrilli eða vefja utan um mann ef eldur hefur kviknað í fötum hans.

Sjúkrakassi

Það er gott er að hafa sjúkrakassa í hverju húsi þar sem langt er í viðbragðsaðila.

Eldvörn ehf. Akranesi

Eldvörn býður upp á þjónustu með brunavarnir og veitir leiðbeiningar um hvaða brunavarnir henta þínu húsnæði. Eldvörn veitir húseigendum í Flatey afslátt upp á 10-15 prósent af eldvarnarpökkum sem innihalda : reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnarteppi.

Eldvörn ehf. Vesturgötu 72 Akranesi. Sími : 853-0477/848-9194 eldvornin@gmail.com

 

Upplýsingar um brunavarnir á pdf formi til útprentunar: Brunavarnir Flatey á Breiðafirði