Fréttir

Vinnuferðir í Flatey 11.-13 og 18.-21. maí

logo fffnytt

Framfarafélag Flateyjar stendur fyrir tveimur vinnuferð í eyjuna fögru, nánar tiltekið helgina 11.-13. maí og svo aftur 18.-21. maí (Hvítasunnuhelgin). Fyrir utan að gleðjast með góðu fólki er markmið ferðarinnar að setja saman bekki og lagfæra núverandi stíga og áningarstaði við Tröllenda og inn að Lundabergi. Stjórn FFF hvetur húseigendur til láta sitt ekki eftir liggja og koma að krafti í vinnu þessar helgar.