Fréttir

Vinnuferð í Flatey um hvítasunnuhelgina

Kríkrí

Nú um hvítasunnuhelgina verður eins og áður farið í hreinsunarferð ef veður og aðstæður leyfa. Einnig eru bekkirninir fyrir áningastaðina komnir í Flatey og viljum við leita til ykkar með aðstoð við að setja þá saman. Til stóð að fá malarefni í stígana en það er ekki klárt ennþá og ekki vitað hvort við náum því í Flatey fyrir Hvítasunnuhelgi. Hinsvegar verða kantskerar á svæðinu og viljum við endilega leggja áherslu á að gangstígar verði gengnir og skoðað hvar þarf að lagfæra og kantskera, þá væru stígarnir klárir í malarburð þegar efnið kemur í Flatey.  

Mikið álag hefur verið á götum í Flatey vegna bleytu og kvikmyndatökunnar og því viljum við skoða aðstæður um helgina, hvort er hægt að leggja meira á vegina með því að vera að flytja efni. Gert var ráð fyrir að kvikmyndatökur gætu verið í gangi ennþá um hvítasunnu og því spurning hvað við getum gert mikið niðrí þorpi.

Fulltrúar stjórnar, Bylgja og Gyða verða í Flatey um helgina og biðjum við ykkur um að hafa samband við þær til að nálgast bekki eða verkfæri í stígagerð.  Þær verða mestalla helgina niður við Frystihús. Okkur langar að breyta aðeins út frá venju og biðja ykkur að leggja fram 1-3 klst hvert hús um helgina og ganga í þessi verkefni þegar ykkur hentar, í stað þess að festa ákveðinn tíma sem hentar misvel fyrir húseigendur sem eru kannski í viðhaldsverkefnum.

Endilega fylgist með á facebook og við reynum að setja inn fréttir ef eitthvað breytist hjá okkur. Eins er velkomið að hringja í Gyðu í gsm 862 4369.

Bestu kveðjur og vonandi sjáumst við sem flest um helgina.

Stjórn Framfarafélagsins.