Fréttir

Vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar

Vetrarhatidny

Hin árlega Vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar verður haldin laugardaginn 12. mars nk. í félagsheimili Fáks í Víðidal. 

Veislustjórn er í höndum Byggðarendafólks og eru allar líkur á að þau fari með gamanmál og önnur mál eins og þeim er einum lagið. Hljómsveitin Royal mun leika fyrir dansi.

Miðaverð er kr. 6.500 og lágmarksálagning verður á barnum. 

Skráning á hátíðina sendist á netfangið sudurtun34@simnet.is

Vinsamlega greiðið miðaverð á reikning Framfarafélagsins 0309-26-001222 , kt. 701190-1229

ATH! Útprentuð kvittun gildir sem aðgöngumiði.

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll sem eitt í söng og gleði