Fréttir

Vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar 2019

Vetrarhatidbanner_1200x800
Hin árlega vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar verður haldin laugardaginn 2. mars í Gala salnum að Smiðjuvegi 1, Kópavogi (Grá gata). Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00.
 
Hvetjum sem fyrr hús til að taka sig saman og viljum við því biðja þá sem eru í forsvari fyrir einstökum húsum að framsenda upplýsingar um vetrarhátíðina til sinna félaga þannig að tryggt sé að allir fái þær. Vegna undirbúnings er mikilvægt að fólk tilkynni þátttöku á póstfangið ingaeyth@gmail.com fyrir 25. febrúar og staðfesti með greiðslu.
 
Miðaverðið er 7.000 kr og til að tryggja sér miða er fólk beðið að leggja inn á reikning Framfarafélagsins: 0309-26-001222, kt.:701190-1229 og senda staðfestingu á netfangið ingaeyth@gmail.com
 
Fjölskyldurnar í Vinaminni