Hin árlega Vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar verður haldin laugardaginn 11. mars nk. í glæsilegum sal að Smiðjuvegi 1, Kópavogi. Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst kl. 20:00.
Undirbúingur er í fullum gangi og glæsilegur matseðill hefur verið kynntur sem sjá má hér fyrir neðan. Miðasala er einnig komin á fullt og lýkur 5. mars svo það er um að tryggja sér strax miða á þennan stórskemmtilega viðburð og hitta nágranna og vini úr eyjunni. Miðaverð er kr. 6.500 og greiðist á reikning Framfarafélagsins 0309-26-001222, kt. 701190-1229 og kvittun sendist á netfangið vogurflatey@outlook.com
Matseðill kvöldsins
Forréttir:
Villibráðasúpa með rjóma
Grafin gæs á salatbeði m/piparrótarsósu
Heitreykt önd m/perum og hindberjavinagrette
Hörpuskel m/sýrðum rauðlauk
Lax í pipar og korianderhjúp m/avokadókremi
Aðalréttir:
Lamb í hvtílauksrósmarin og kartöflusmælki
Naut í hvítlauk og timian og brennd gulrót
Kjúklingur í hnetusósu og sætkartöflu
Eftirréttur:
Heimalöguð súkkulaði brownie með vanillurjóma
Kaleb Joshua mun spila fyrir dansi fram á nótt
Fylgist með okkur á facebook viðburðinum Vetrarhátið Vina Flateyjar. Hlökkum til að sjá ykkur öll sem eitt í söng og gleði
Kær kveðja,
fólkið í Vogi