Veturinn 2009 var vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar haldin í fyrsta skipti í Sjóminjasafninu á Grandagarði. Hátíðin var fjölsótt og heppnaðist vel og þar strengdu menn þess heit að halda þessa hátíð árlega enda góður vettfangur til að hittast utan Flateyjar í góðra vina hópi.
Vesturbúðarmenn hafa legið undir feldi og hafa sent frá sér nánari upplýsingar um Vetrarhátíð Framfarafélagsins 2014 sem haldin verður 8. mars í Skarfinum á Skarfabakka:
Húsið opnar kl. 19:00
Borðhald hefst kl. 20:00
Hátíðarmatseðill Vesturbúðinga
Forréttir
Höfðeyjarhrefna með teriaki, klettasalati, ristuðum furuhnetum og parmesan.
Krydd og limelegin heilagfiski með pipar-limesósu
Reykeyjar lax með engifer og piparrótardressingu
Hvílauks og sítrussoðinn glænefskræklingur
Aðalréttir
Hægeldað hrossafile að hætti Oddleifs eyjabónda, ásamt fersku salati og bernaise..
Langreyður en Snöggsteiktur Skutilseyjabiti með kryddolíu.
Hróaldseyjar lambasteik og Sýreyjar pörusteik að hætti Hæstabæjarbóndans með steiktum kartöflum, rótargrænmeti og villisveppasósu
Eftirréttir
Vesturbúðingur með rjómatopp ásamt Drápskerjaköku með hindberjasósu og vanilluís.
Veislustjóri: Guðmundur Lárusson
Skemmtiatriði og samsöngur
Tónlist: Kaleb Joshua
Miðaverð kr. 6.000
Skráning á hátíðina sendist á netfangið: jonadisa@live.com
Vinsamlega greiðið miðaverð á reikning Framfarafélagsins 0309-26-001222 kt. 701190-1229
Útprentuð kvittun gildir sem aðgöngumiði