Vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar verður haldin laugardaginn 14. mars 2015. Í þetta skiptið eru það íbúar í Eyjólfshúsi sem hafa veg og vanda af hátíðinni – tóku við keflinu af Vesturbúðum sem héldu hátíðina í fyrra. Þetta er í sjötta skiptið sem hátíðin er haldin í núverandi mynd, fyrst var hún haldin í Sjóminjasafniðnu veturinn 2009.
Þau hús sem hafa borið ábyrgð á hátíðinni hingað til eru: Vertshús -aðallega Ása (2009), Ásgarður (2010), Sólheimar (2011), Bentshús (2012), Myllustaðir (2013) og Vesturbúðir (2014).
Dgaskrá Vetrarhátíðar þetta árið er vegleg eins og við mátti búast af íbúum Eyjólfshúss:
VETRARHÁTÍÐ
FRAMFARAFÉLAGS FLATEYJAR
verður haldin laugardaginn 14. mars 2015
í Félagsheimili Fáks í Víðidal
Húsið opnar kl. 19:00
Borðhald hefst kl. 20:00
Happdrætti og samsöngur
Tónlist: Kaleb Joshua
Óbreytt miðaverð kr. 6.000 og óbreytt verð á barnum
Skráning á hátíðina sendist á netfangið: katrbald@gmail.com
Vinsamlega greiðið miðaverð á reikning Framfarafélagsins 0309-26-001222 kt. 701190-1229
Útprentuð kvittun gildir sem aðgöngumiði