Fréttir

Veður og vatn í Flatey og Brjánslæk sameinað

Vedurogtankur

Samkvæmt Birni Samúelssyni á Reykhólmum, sem sér um veðurathuganarstöðina í Flatey, hefur aðgangur verið sameinaður inn á veðurstöðvar í Flatey og Brjánslæk á síðunni www.netbiter.net.

Þegar farið er inn á síðuna www.netbiter.net kemur upp gluggi þar sem stimpla þarf inn:
username: vedurflatey
password: gestur17Gestur
…og ýta á Sign inn.Þá opnast gluggi með vedur á Brjánslæk og vedur í Flatey og hæð á vatnstanki. Þegar Flateyingar velja vedur í Flatey þá opnast gluggi með öllum upplýsingum um veðrið s.s. hiti, úrkoma, loftvog, vindhraði o.s.frv. Vilji fólk skoða vatnstöðuna á vatnstanki á Tröllenda er farið í lágréttu fölbláu línuna ofarlega á síðu og ýtt á hæð á tanki og upp kemur mjög góð framsetning á vatnstankinum ásamt öðrum upplýsingum um vatnið í Flatey.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla Flateying til að skoða þessar frábæru breytingar og upplýsingar.