Fréttir

Varðandi beiðni um flutning stjórnsýslu Flateyjar

Vetrarríki í Flatey

Vegna umræðu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um flutning stjórnsýslu Flateyjar frá Reykhólum til Stykkishólms vill stjórn FFF koma því á framfæri að málið hefur verið rætt innan hennar. Stjórnin hefur fullan skilning á óskum íbúa Flateyjar og telur að hagsmunir félagsmanna og íbúa geti vel farið saman en félagið mun ekki beita sér í málinu að svo stöddu. Stjórnin vill koma því á framfæri að sumarhúsaeigendur í Flatey eru ekki lögformlegir aðilar að málinu.

Stjórnin hefur ekki í hyggju að standa fyrir skoðanakönnun eða undirskriftarsöfnun vegna málsins en hvetur til opinnar og málefnalegrar umræðu um málið þannig að sem flestar hliðar þess liggi fyrir áður en ákvörðun er tekin.

 

Stjórn Framfarafélags Flateyjar