Stýrihópur um Verndarsvæði í byggð í Flatey boðar til fundar föstudaginn 9. nóvember næstkomandi klukkan 16:00-18:30 í húsakynnum Alta að Ármúla 32 í Reykjavík . Markmið fundarins er að kynna fyrirliggjandi tillögu um áherslur fyrir Flatey sem verndarsvæði í byggð. Einnig mætir á fundinn mætir Pétur H. Ármannsson frá Minjastofnun sem fræðir okkur um lögin um verndarsvæði í byggð, samhengi þeirra og áhrif á Flatey. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en 7. nóvember til gydast@simnet.is eða í síma 862 4369.
Á kynningarfundi 31. janúar 2018 var kynnt verkefni Reykhólahrepps um mótun tillögu að verndarsvæði byggðar í Flatey skv. lögum nr. 1605/144. Til fundarins voru boðaðir þeir sem skráðir eru á netfangalista Framfarafélags Flateyjar og einkum var óskað eftir að hvert hús sendi sinn fulltrúa. Á fundinum í janúar var farið yfir tildrög verkefnisins, lagagrunn og leiðbeiningar sem það byggir á, tillöguferlið, hvaða gögn eru lögð til grundvallar mati á varðveislugildi og helstu niðurstöður þess. Kynnt var á hvaða þáttum verndarstefna/-skilmálar gætu mögulega tekið. Eftir fundinn var unnin tillaga að verndarstefnu og óskað eftir ábendingum. Til stóð að hafa umræðufund 24. apríl en sökum ónógrar þátttöku var fundi frestað og ákveðið að boða til fundar síðar á árinu sem er nú gert.