Fréttir

Umhverfisverðlauna Framfarafélagsins

Stjórn Framfarafélags Flateyjar óskar eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna félagsins fyrir árið 2019, en með Umhverfisverðlaunum Framfarafélagsins vill félagið efla vitund félagsmanna fyrir bættri umgengni í Flatey. Tilnefningar með rökstuðningi skulu berast á gydasteins70@gmail.is fyrir 20. Febrúar nk.

Að auki óskar stjórnin eftir tillögum frá félagsmönnum FFF að framtíðar fyrirkomulagi veitingu umhverfisverðlaunanna. Hingað til hefur stjórn FFF tilnefnt árlega hús í Flatey til verðlaunanna, en á síðasta aðalfundi sköpuðust umræður um breytingar á fyrirkomulagi.

Þau hús sem fengið hafa verðlaunin frá stofnun þeirra eru:
2019 Óskum eftir tilnefningum
2018 Ekki tilnefnt
2017 Ekki tilnefnt
2016 Alheimur
2015 Frystihúsið
2014 Strýta
2013 Frystihúsið
2012 Vorsalir
2011 Krákuvör
2010 Byggðarendi
2009 Strýta