Frá fréttaritara á Vetrarhátíð Framfarafélagsins:
Vetrarhátíð Framfarafélagsins sem haldinn var 8. mars var fjölsótt sem áður, þetta árið héldu Veturbúðingar utan um hátíðina af stakri prýði.
Fastur liður á vetrarhátíð er veiting Umhverfisverðlauna Framfarafélags Flateyjar og hlutu þau í ár eigendur Þrískerja fyrir viðgerð á frystihúsinu.
Fram kom að það var algjör samhljómur hjá dómnefnd að veita Þrískerjahópnum viðurkenninguna enda sjaldséð önnur eins stakkaskipti á einu húsi.
Baldur Ragnarsson úr Byggðarenda tók við viðurkenningunni fyrir hönd hópsins en auk Byggðarendafólksins eru þátttakendur í Þrískerjum úr Læknishúsi, Sunnuhvoli, Sjávarslóð og Sólbakka.