Svefneyingabók komin í sölu

Fjáröflunarnefnd Flateyjarkirkju hefur nú fengið í sölu hina fróðlegu og myndríku bók "Svefneyingabók" eftir Þórð Sveinbjörnsson fæddur í Svefneyjum 1941. Bókin er 312 bls, fallega innbundin og hefur að geyma einstæðar myndir. Bók þessi kom út í byrjun júlí mánaðar og hefur vakið mikla athygli enda einkar eiguleg, skemmtileg og fróðleg aflestrar enda hefur höfundur varið fjölda ára við heimildaöflun.
 
Höfundur lýsir bernskuárum sínum í Svefneyjum, segir frá búskaparháttum um miðja 20. öld og ýmsum áhugaverðum atburðum. Sagt er frá landnámi og upphafi byggðar í Svefneyjum, sögu hennar, mannlífi, íbúatali og húsunum í Svefneyjum. Lýsing eyjanna og náttúru ásamt örnefnaskrá og sögum tengdum þeim. Hér er víða borið niður og margt kemur fram sem aldrei hefur verið fært í letur áður. Þetta er falleg og hlýleg bók um mannlíf í Svefneyjum, athyglisverðar örlagasögur og álagablettir og daglegt líf og bústrit. Fróðlegt Svefneyjatal með myndum af viðkomandi og persónusaga. Sannkallaður fróðleiksfjársjóður um Svefneyjar og Svefneyinga. Bók sem komin er til að vera og mun án efa verða mikið notuð sem uppflettirit um Svefneyjar og Svefneyinga.     
 
Þessi áhugaverða bók er nýkomin í bókabúðir en fjáröflunarnefndin hefur hana til sölu á sérstöku "Flateyjarverði" kr. 6.600.-  (bókabúðaverð kr. 8.000.-).  Sem extra bónus fyrir bókakaupendur fylgir endurgjaldslaust  örnefnaskrá og örnefnakort af Svefneyjum.  Bókin og kortið verður send heim til kaupenda þeim að kostnaðarlausu eins og er með alla aðra sölugripi nefndarinnar. Bók þessi á vissulega erindi til alls áhugafólks um Inneyjar og Flatey.   
 
Auðvelt að kaupa - send heim til kaupanda
Bókin verður send heim til kaupanda þeim að kostnaðarlausu og hægt er að greiða andvirði hennar inn á reikning fjáröflunarnefndarinnar í Íslandsbanka 0526-14-403807, kennitalan er 211149-4859 (fjáröflunarnefnd Flateyjarkirkju/Gunnar Sveinsson). Vinsamlegast látið mig vita um kaup ykkar og pöntun á netfangið gunnarsv@landspitali.is eða í síma 824-5651 
 
Með bestu bókakveðjum 
Gunnar Sveinsson,   
Eyjólfshúsi, Flatey